Kláraði viðskiptin fyrir utan eftir að hann æsti sig vegna grímuskyldu Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 19:01 Málið var leyst á staðnum og fékk maðurinn sínar vörur. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn. „Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira