Skotið á íbúð í Kórahverfi á nýársmorgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 10:54 Skotið var á fjölbýlishús í Baugakór í Kópavogi í gærmorgun. Stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar skotárás sem gerð var á íbúð í Kórahverfi í gærmorgun. Um er að ræða sjöundu skotárásina á heimili í hverfinu frá því í byrjun desember. Lögreglu barst tilkynning um skotárás í Baugakór í Kópavogi um tíu í gærmorgun. Skotið hafði verið á eldhúsrúðu í fjölbýlishúsi á meðan íbúar voru heima. „Það bendir til þess að hafi verið skotið á eldhúsglugga íbúðarinnar,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Skotið hafnaði í eldhúsrúðunni og fór ekki alla leið inn í íbúðina. „Skotið hefur fallið þarna inn á milli glerja.“ Allt bendi til að loftbyssu hafi verið beitt. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Það bendir allt til þess að þetta sé einhvers konar loftbyssa, af einhverju tagi. Miðað við kúluna,“ segir Skúli. Íbúi tilkynnti málið til lögreglu og samkvæmt færslu á Facebook-hópi Kórahverfis voru börn inni íbúðinni að horfa á barnatímann þegar árásin var gerð. Nokkuð hefur verið um árásir af þessu tagi í hverfinu að undanförnu. „Þau eru búin að vera nokkur í hverfinu. Mér sýnist vera sex mál núna í desember.“ Ekki sé ljóst hver beri ábyrgð á árásunum en ekki ólíklegt að einn sé ábyrgur. „Við bara vitum það ekki en það er ekki ólíklegt. Eina sem ég get sagt er að þetta er í rannsókn. Frekari bollaleggingar með það er ekki hægt að fara fram með núna,“ segir Skúli. Kópavogur Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Skotið á rúður í fjölbýlishúsum í Kópavogi Lögreglan er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. 2. desember 2021 11:38 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um skotárás í Baugakór í Kópavogi um tíu í gærmorgun. Skotið hafði verið á eldhúsrúðu í fjölbýlishúsi á meðan íbúar voru heima. „Það bendir til þess að hafi verið skotið á eldhúsglugga íbúðarinnar,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Skotið hafnaði í eldhúsrúðunni og fór ekki alla leið inn í íbúðina. „Skotið hefur fallið þarna inn á milli glerja.“ Allt bendi til að loftbyssu hafi verið beitt. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Það bendir allt til þess að þetta sé einhvers konar loftbyssa, af einhverju tagi. Miðað við kúluna,“ segir Skúli. Íbúi tilkynnti málið til lögreglu og samkvæmt færslu á Facebook-hópi Kórahverfis voru börn inni íbúðinni að horfa á barnatímann þegar árásin var gerð. Nokkuð hefur verið um árásir af þessu tagi í hverfinu að undanförnu. „Þau eru búin að vera nokkur í hverfinu. Mér sýnist vera sex mál núna í desember.“ Ekki sé ljóst hver beri ábyrgð á árásunum en ekki ólíklegt að einn sé ábyrgur. „Við bara vitum það ekki en það er ekki ólíklegt. Eina sem ég get sagt er að þetta er í rannsókn. Frekari bollaleggingar með það er ekki hægt að fara fram með núna,“ segir Skúli.
Kópavogur Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Skotið á rúður í fjölbýlishúsum í Kópavogi Lögreglan er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. 2. desember 2021 11:38 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Skotið á rúður í fjölbýlishúsum í Kópavogi Lögreglan er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni. 2. desember 2021 11:38