Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2021 16:18 Borgarspítalinn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar. Að því er kemur fram í tilkynngu frá farsóttarnefnd tala tölurnar um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda fólks úr þessum hóp sínu máli. Alls eru nú 19 inniliggjandi á Landspítala en af þeim eru sex á gjörgæslu, þar af fimm í öndunarvél. Fimm af þeim sex sem eru nú á gjörgæslu eru óbólusettir. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar hafa 110 óbólusettir einstaklingar þurft að leggjast inn og 140 fullbólusettir. Það er því ljóst að margfalt hærra hlutfall óbólusettra er að leggjast inn en 43 prósent innlagna hafa komið úr 27 þúsund manna hópi óbólusettra samanborið við 54 prósent úr hátt í 300 þúsund manna hópi bólusetra. Því hafa 0,4 prósent óbólusettra þurft að leggjast inn á spítala. Hlutfallið er hins vegar um tífalt minna hjá fullbólusettum. „Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls,“ segir í tilkynningunni. Metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær en í ljósi þess hve margir eru nú að greinast er viðbúið að róðurinn muni þyngjast. Samkvæmt spálíkan Landspítala má búast við að strax upp úr áramótum verði 25 Covid sjúklingar á legudeild og átta á gjörgæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smitaðra mun fjöldi inniliggjandi sjúklinga vaxa hratt og í kringum 10. janúar geta orðið allt að 60 Covid sjúklingar á legudeildum og 15 á gjörgæslu. Forsendur núverandi spár gera ráð fyrir innlagnarhlutfalli upp á 0,7 prósent sem er í samræmi við innlagnartíðni til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Að öðru leyti tekur líkanið mið af sögulegum gögnum spítalans ásamt aldri og bólusetningarstöðu smitaðra. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynngu frá farsóttarnefnd tala tölurnar um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda fólks úr þessum hóp sínu máli. Alls eru nú 19 inniliggjandi á Landspítala en af þeim eru sex á gjörgæslu, þar af fimm í öndunarvél. Fimm af þeim sex sem eru nú á gjörgæslu eru óbólusettir. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar hafa 110 óbólusettir einstaklingar þurft að leggjast inn og 140 fullbólusettir. Það er því ljóst að margfalt hærra hlutfall óbólusettra er að leggjast inn en 43 prósent innlagna hafa komið úr 27 þúsund manna hópi óbólusettra samanborið við 54 prósent úr hátt í 300 þúsund manna hópi bólusetra. Því hafa 0,4 prósent óbólusettra þurft að leggjast inn á spítala. Hlutfallið er hins vegar um tífalt minna hjá fullbólusettum. „Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls,“ segir í tilkynningunni. Metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær en í ljósi þess hve margir eru nú að greinast er viðbúið að róðurinn muni þyngjast. Samkvæmt spálíkan Landspítala má búast við að strax upp úr áramótum verði 25 Covid sjúklingar á legudeild og átta á gjörgæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smitaðra mun fjöldi inniliggjandi sjúklinga vaxa hratt og í kringum 10. janúar geta orðið allt að 60 Covid sjúklingar á legudeildum og 15 á gjörgæslu. Forsendur núverandi spár gera ráð fyrir innlagnarhlutfalli upp á 0,7 prósent sem er í samræmi við innlagnartíðni til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Að öðru leyti tekur líkanið mið af sögulegum gögnum spítalans ásamt aldri og bólusetningarstöðu smitaðra.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27
839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40