Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 11:50 Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt mannréttindasamtökunum Memorial að hætta allri starfsemi. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar. Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar.
Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21
Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45