Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 08:12 Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar. „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira