Heilbrigðisvandamálið fíknisjúkdómar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. desember 2021 07:31 Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun