Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2021 22:44 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Sigurjón Ólason Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja fengu óvænt þær fréttir frá Landsvirkjun fyrir tólf dögum, í upphafi loðnuvertíðar, að engin afgangsorka væri til í kerfinu. Þeir þyrftu að keyra rafvæddar loðnubræðslurnar á olíu. Við spurðum Hörð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., hvað þetta væri stórt dæmi sem fyrirtækið hefði núna allt í einu fengið upp í hendurnar: „Þetta er náttúrlega viðbót við það sem verið hefur undanfarin ár vegna þess að þetta er extra stór vertíð. Og við gerum ráð fyrir því að þá verði þetta auka 20 milljónir lítra, sem við þurfum að koma til verksmiðja í landinu,“ svarar Hörður og miðar við þá forsendu að engin raforka fáist í bræðslurnar. Olíubílar lestaðir í olíustöðinni í Örfirisey.Sigurjón Ólason Til að átta sig betur á magninu má geta þess að þetta er álíka og rúmast í 550 olíuflutningabílum af lengri gerðinni, að sögn Harðar. Olían verður þó ekki flutt á trukkum um þjóðvegina. „Nei, við flytjum þetta allt saman með Keili. Við erum að þjónusta sjö verksmiðjur í landinu. Allt eldsneyti sem þær nota, fyrir utan rafmagn, verður flutt með Keili. Við þurfum svona 26 aukaferðir með Keili.“ Þetta þýðir þrjá til fjóra skipsfarma að jafnaði á hverja verksmiðju. Nokkrar þeirra munu þó fá olíu með skipum beint frá útlöndum. En svo mikið er víst; það er hafin törn hjá skipverjunum á Keili. Olíuskipið Keilir á leið að olíubryggjunni í Örfirisey síðastliðinn fimmtudag.Sigurjón Ólason „Já, já. Það er bara unnið alla daga allan sólarhringinn á Keili núna framundan næstu mánuði. Það er bara skiptiáhöfn á honum.“ -Þannig að hann verður alveg á útopnu? „Hann verður alveg á útopnu, alla daga. Þetta er nú eina olíuflutningaskipið sem Íslendingar eiga. Þannig að við leggjum mikið traust á það.“ -En fyrir ykkur í olíubransanum, eruð þið ekki bara að gleðjast yfir þessum auknu verkefnum? „Jú, gera það ekki allir sem fá aukin verkefni? Þeir gleðjast. Við tökum bara þátt í gleðinni með fiskimjölsframleiðendum,“ svarar forstjóri Olíudreifingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Orkumál Sjávarútvegur Loðnuveiðar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja fengu óvænt þær fréttir frá Landsvirkjun fyrir tólf dögum, í upphafi loðnuvertíðar, að engin afgangsorka væri til í kerfinu. Þeir þyrftu að keyra rafvæddar loðnubræðslurnar á olíu. Við spurðum Hörð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., hvað þetta væri stórt dæmi sem fyrirtækið hefði núna allt í einu fengið upp í hendurnar: „Þetta er náttúrlega viðbót við það sem verið hefur undanfarin ár vegna þess að þetta er extra stór vertíð. Og við gerum ráð fyrir því að þá verði þetta auka 20 milljónir lítra, sem við þurfum að koma til verksmiðja í landinu,“ svarar Hörður og miðar við þá forsendu að engin raforka fáist í bræðslurnar. Olíubílar lestaðir í olíustöðinni í Örfirisey.Sigurjón Ólason Til að átta sig betur á magninu má geta þess að þetta er álíka og rúmast í 550 olíuflutningabílum af lengri gerðinni, að sögn Harðar. Olían verður þó ekki flutt á trukkum um þjóðvegina. „Nei, við flytjum þetta allt saman með Keili. Við erum að þjónusta sjö verksmiðjur í landinu. Allt eldsneyti sem þær nota, fyrir utan rafmagn, verður flutt með Keili. Við þurfum svona 26 aukaferðir með Keili.“ Þetta þýðir þrjá til fjóra skipsfarma að jafnaði á hverja verksmiðju. Nokkrar þeirra munu þó fá olíu með skipum beint frá útlöndum. En svo mikið er víst; það er hafin törn hjá skipverjunum á Keili. Olíuskipið Keilir á leið að olíubryggjunni í Örfirisey síðastliðinn fimmtudag.Sigurjón Ólason „Já, já. Það er bara unnið alla daga allan sólarhringinn á Keili núna framundan næstu mánuði. Það er bara skiptiáhöfn á honum.“ -Þannig að hann verður alveg á útopnu? „Hann verður alveg á útopnu, alla daga. Þetta er nú eina olíuflutningaskipið sem Íslendingar eiga. Þannig að við leggjum mikið traust á það.“ -En fyrir ykkur í olíubransanum, eruð þið ekki bara að gleðjast yfir þessum auknu verkefnum? „Jú, gera það ekki allir sem fá aukin verkefni? Þeir gleðjast. Við tökum bara þátt í gleðinni með fiskimjölsframleiðendum,“ svarar forstjóri Olíudreifingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Orkumál Sjávarútvegur Loðnuveiðar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14