EY kaupir vottunarstofuna iCert Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 17:01 Lilja Pálsdóttir, Jón Karlsson, Margrét Pétursdóttir, Sigurður Harðarson og Guðmundur Sigbergsson. Aðsend Ernst & Young ehf. (EY) hefur keypt allt hlutafé í vottunarstofunni iCert ehf. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. desember síðastliðinn. Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira