Segja milljónir barna seldar í þræla- og kynlífsvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 08:46 Samkvæmt skýrslu Lumos eru milljónir barna út um allan heim rændar barnæskunni. Getty/Beata Zawrzel Alþjóðlegu hjálparsamtökin Lumos, sem voru stofnuð af rithöfundinum J.K. Rowling, segja um 5,4 milljónir barna út um allan heim búa á barnaheimilum þar sem þarfir þeirra eru vanræktar og þau eru misnotuð. Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá. Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá.
Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira