Árlegar skattahækkanir Starri Reynisson skrifar 12. desember 2021 16:00 Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Áfengi og tóbak Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun