Sáttmáli framfara og vaxtar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. desember 2021 11:31 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun