Nagladekkjafrumvarpið ógurlega – um hvað snýst það eiginlega? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. desember 2021 08:02 Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samgöngur Umferðaröryggi Loftslagsmál Heilbrigðismál Umhverfismál Alþingi Bílar Reykjavík Nagladekk Tengdar fréttir Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00
Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar