Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 15:13 Hópur sem kallast People V Preds eða PVP birti skjáskot sem eiga að sýna samskipti Cacioppio og þess sem þóttist vera, og sagðist vera, fimmtán ára gamall drengur. Skjáskot Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. Hópurinn, sem kallast People V Preds eða PVP birti skjáskot sem eiga að vera samskipti Cacioppio og þess sem þóttist vera, og sagðist vera, fimmtán ára gamall drengur. Samskipti þessi fóru fram í gegnum forritið Grindr, sem er stefnumótaforrit og að mestu notað af hinsegin fólki. Samkvæmt skjáskotunum skiptust þeir á myndum og ræddu um kynlíf. Í myndbandinu sem um ræðir sést maður ganga upp að Cacioppo, sem var klæddur í bol merktum PlayStation 5. Hann hafði unnið hjá Sony í rúm átta ár. Myndatökumaðurinn kallaði Cacioppo „Jeff“ og spurði hvern hann ætlaði að hitta. Við það gekk Cacioppo inn í hús sitt og neitaði að svara spurningum myndatökumannsins sem öskraði þá að Cacioppo hefði mælt sér móts við fimmtán ára dreng og að hann ætlaði að hringja á lögregluna. CNET leitaði svara hjá Sony vegna myndbandsins en miðlinum barst það svar að vitað væri af myndbandinu og að viðkomandi hefði verið rekinn. PVP segir myndbandið og skjáskot hafa verið send til saksóknara í San Diego í Bandaríkjunum, þar sem Cacioppio býr, en þeir hafa ekki svarað fyrirspurnum. Í samtali við Kotaku segir talsmaður PVP að lögreglan starfi þó sjaldan með þeim og því þurfi að birta myndbönd og aðrar upplýsingar opinberlega. „Þá tekur internetið við,“ sagði talsmaðurinn. Sony Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hópurinn, sem kallast People V Preds eða PVP birti skjáskot sem eiga að vera samskipti Cacioppio og þess sem þóttist vera, og sagðist vera, fimmtán ára gamall drengur. Samskipti þessi fóru fram í gegnum forritið Grindr, sem er stefnumótaforrit og að mestu notað af hinsegin fólki. Samkvæmt skjáskotunum skiptust þeir á myndum og ræddu um kynlíf. Í myndbandinu sem um ræðir sést maður ganga upp að Cacioppo, sem var klæddur í bol merktum PlayStation 5. Hann hafði unnið hjá Sony í rúm átta ár. Myndatökumaðurinn kallaði Cacioppo „Jeff“ og spurði hvern hann ætlaði að hitta. Við það gekk Cacioppo inn í hús sitt og neitaði að svara spurningum myndatökumannsins sem öskraði þá að Cacioppo hefði mælt sér móts við fimmtán ára dreng og að hann ætlaði að hringja á lögregluna. CNET leitaði svara hjá Sony vegna myndbandsins en miðlinum barst það svar að vitað væri af myndbandinu og að viðkomandi hefði verið rekinn. PVP segir myndbandið og skjáskot hafa verið send til saksóknara í San Diego í Bandaríkjunum, þar sem Cacioppio býr, en þeir hafa ekki svarað fyrirspurnum. Í samtali við Kotaku segir talsmaður PVP að lögreglan starfi þó sjaldan með þeim og því þurfi að birta myndbönd og aðrar upplýsingar opinberlega. „Þá tekur internetið við,“ sagði talsmaðurinn.
Sony Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira