Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 23:00 Bretar hafa gripið til þess ráðs að krefja ferðalanga um neikvæð Covid-próf sem tekin eru áður en haldið er til landsins. Aðgerðirnar taka gildi aðfaranótt þriðjudags. Hollie Adams/Getty Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. Mark Woolhouse, sem er prófessor í faraldsfræði, líkir nýjustu aðgerðum breskra stjórnvalda við að „loka hesthúshurðinni þegar hesturinn er hlaupinn á brott.“ Breytingarnar, sem taka gildi aðfaranótt þriðjudags, felast einna helst í því að ferðalangar yfir tólf ára aldri þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi sem tekið var áður en haldið var til Bretlands. Þá hefur Nígería bæst við á svokallaðan rauðan lista, en ferðalangar frá löndum á listanum þurfa að sæta tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Ísland er ekki á rauðum lista Breta. Innflut smit ekki vandamálið Breska ríkisútvarpið hefur eftir Woolhouse að sannarlega hafi það áhrif að fleiri omíkron-smitaðir komi til landsins. Hins vegar verði það samfélagssmit sem verði helsti drifkraftur næstu bylgju veirunnar. Hann bætti því við að fjöldi omíkron-smita í Bretlandi væri ekki hár þessa stundina, og sagðist telja að fjöldi þeirra sem bæru afbrigðið nú væri talinn í „hundruðum frekar en þúsundum.“ Hins vegar sagði hann afbrigðið dreifast fremur hratt um Bretland og benti á að ef fram héldi sem horfði þar í landi, sem og í Suður-Afríku þar sem afbrigðið greindist fyrst, þá kynni afbrigðið að velta Delta-afbrigðinu úr sessi sem ráðandi afbrigði veirunnar víða um heim. Lítið er vitað um omíkron-afbrigðið á þessari stundu en því hefur verið velt upp af vísindamönnum að það kunni að vera meira smitandi en fyrri afbrigði og að það eigi greiðari leið fram hjá þeirri vörn sem bóluefni veita. Þó hefur því einnig verið velt upp að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Vísindamenn hafa þó lagt áherslu á það, vegna þess hve nýtilkomið afbrigðið er, að það muni taka nokkurn tíma fyrir heiminn að átta sig á eiginleikum afbrigðisins. Í því samhengi nefndi Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, tímaramma upp á tvær til þrjár vikur nú fyrir helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Mark Woolhouse, sem er prófessor í faraldsfræði, líkir nýjustu aðgerðum breskra stjórnvalda við að „loka hesthúshurðinni þegar hesturinn er hlaupinn á brott.“ Breytingarnar, sem taka gildi aðfaranótt þriðjudags, felast einna helst í því að ferðalangar yfir tólf ára aldri þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi sem tekið var áður en haldið var til Bretlands. Þá hefur Nígería bæst við á svokallaðan rauðan lista, en ferðalangar frá löndum á listanum þurfa að sæta tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Ísland er ekki á rauðum lista Breta. Innflut smit ekki vandamálið Breska ríkisútvarpið hefur eftir Woolhouse að sannarlega hafi það áhrif að fleiri omíkron-smitaðir komi til landsins. Hins vegar verði það samfélagssmit sem verði helsti drifkraftur næstu bylgju veirunnar. Hann bætti því við að fjöldi omíkron-smita í Bretlandi væri ekki hár þessa stundina, og sagðist telja að fjöldi þeirra sem bæru afbrigðið nú væri talinn í „hundruðum frekar en þúsundum.“ Hins vegar sagði hann afbrigðið dreifast fremur hratt um Bretland og benti á að ef fram héldi sem horfði þar í landi, sem og í Suður-Afríku þar sem afbrigðið greindist fyrst, þá kynni afbrigðið að velta Delta-afbrigðinu úr sessi sem ráðandi afbrigði veirunnar víða um heim. Lítið er vitað um omíkron-afbrigðið á þessari stundu en því hefur verið velt upp af vísindamönnum að það kunni að vera meira smitandi en fyrri afbrigði og að það eigi greiðari leið fram hjá þeirri vörn sem bóluefni veita. Þó hefur því einnig verið velt upp að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Vísindamenn hafa þó lagt áherslu á það, vegna þess hve nýtilkomið afbrigðið er, að það muni taka nokkurn tíma fyrir heiminn að átta sig á eiginleikum afbrigðisins. Í því samhengi nefndi Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, tímaramma upp á tvær til þrjár vikur nú fyrir helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira