Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Guðrún Jóhannesdóttir skrifar 3. desember 2021 12:01 Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun