Ekki vera þessi gaur María Rún Bjarnadóttir skrifar 1. desember 2021 16:00 Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Lögreglumál MeToo Kynferðisofbeldi María Rún Bjarnadóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun