Ekki vera þessi gaur María Rún Bjarnadóttir skrifar 1. desember 2021 16:00 Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Lögreglumál MeToo Kynferðisofbeldi María Rún Bjarnadóttir Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun