Velferðarþjónustan grípur boltann Björn Bjarki Þorsteinsson, María FJóla Harðardóttir og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 30. nóvember 2021 20:46 Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar