Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 15:09 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir fullreynt með núverandi fyrirkomulag og stjórn leikskólamála. Nauðsynlegt sé að setja málaflokkinn í forgang. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira