„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 08:02 Eric Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam og fjölskyldumál. AP Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira