Verkfallsvopnið slævt Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 29. nóvember 2021 13:00 Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun