Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 21:01 Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi. Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum. Talið er að allt að tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í lyftulausum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum. Með nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi sem nú er verið að kynna á Kjarvalsstöðum yrði þessum húsfélögum veitt heimild til að bæta við heilli íbúðarhæð, til dæmis eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, samtímis því sem bætt yrði við lyftu. Þúsundir húsfélaga, að öllum líkindum í öllum hverfum borgarinnar, gætu nýtt sér heimildina. „Og nýta kannski byggingarréttinn sem kemur með því að selja íbúðir þarna á fimmtu hæðinni, nýta hagnaðinn af því til þess að fjármagna lyftu, breytingar og lagfæringar á húsinu, lagfæringar á lóðinni,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Hann fór ítarlega yfir hugmyndirnar í pistli sem birtist á Vísi í síðustu viku. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Það myndi breytast með lyftu - og gæti til dæmis gert eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum en áður. „Og kalla á það að það er kannski minni þörf fyrir hjúkrunarheimili, það yrði hægt að stunda meiri heimahjúkrun. Þetta bætir rosalega mikið lífsgæði,“ segir Ævar. Fyrirmyndir skort Heimildin var sett inn í hverfisskipulag í Árbæ 2019 en hefur ekki verið nýtt hingað til, einkum vegna skorts á fyrirmyndum. Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir, sem eiga mörg fjölbýlishús þar sem heimildin gæti nýst, hafa því efnt til hönnunarsamkeppni um útfærslu á viðbótarhæð og lyftu. „Sem Félagsbústaðir gætu nýtt fyrir sig en vonandi húsfélögin líka. Það eru miklir möguleikar, það hafa litlar breytingar verið gerðar á þessum húsum.“ Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Talið er að allt að tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í lyftulausum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum. Með nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi sem nú er verið að kynna á Kjarvalsstöðum yrði þessum húsfélögum veitt heimild til að bæta við heilli íbúðarhæð, til dæmis eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, samtímis því sem bætt yrði við lyftu. Þúsundir húsfélaga, að öllum líkindum í öllum hverfum borgarinnar, gætu nýtt sér heimildina. „Og nýta kannski byggingarréttinn sem kemur með því að selja íbúðir þarna á fimmtu hæðinni, nýta hagnaðinn af því til þess að fjármagna lyftu, breytingar og lagfæringar á húsinu, lagfæringar á lóðinni,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Hann fór ítarlega yfir hugmyndirnar í pistli sem birtist á Vísi í síðustu viku. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Það myndi breytast með lyftu - og gæti til dæmis gert eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum en áður. „Og kalla á það að það er kannski minni þörf fyrir hjúkrunarheimili, það yrði hægt að stunda meiri heimahjúkrun. Þetta bætir rosalega mikið lífsgæði,“ segir Ævar. Fyrirmyndir skort Heimildin var sett inn í hverfisskipulag í Árbæ 2019 en hefur ekki verið nýtt hingað til, einkum vegna skorts á fyrirmyndum. Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir, sem eiga mörg fjölbýlishús þar sem heimildin gæti nýst, hafa því efnt til hönnunarsamkeppni um útfærslu á viðbótarhæð og lyftu. „Sem Félagsbústaðir gætu nýtt fyrir sig en vonandi húsfélögin líka. Það eru miklir möguleikar, það hafa litlar breytingar verið gerðar á þessum húsum.“
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira