Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2021 14:44 Frumvarp Ingu Sæland, þess efnis að blóðmerahald yrði bannað, var skotið niður með látum þegar það var lagt fram í fjölda umsagna. Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. Þjóðin er skekin eftir að greint var frá efni 20 mínútna langrar heimildarmyndar dýraverndarsamtakanna AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) þar sem sýnt var af hrottalegri meðferð á hryssum þegar tappað er af þeim blóð. Þetta fer fram á einum hundrað sveitabæjum á Íslandi en en blóðið er notað við framleiðslu frjósemislyfja, svokölluðu PMSG, fyrir dýr einkum í verksmiðjubúskap og gefið gyltum til að þær geti gotið grísum af meira kappi. Það segir sína söguna um hversu illa þokkuð þessi framleiðsla er að hún er einungis stunduð í fimm löndum veraldar. Kína, Úrúgvæ og Argentínu. Ísland er þriðji stærsti framleiðandi PMSG í öllum heiminum og talsvert umsvifameira en Þýskaland sem er fimmta landið þar sem þetta tíðkast. MAST lagðist eindregið gegn frumvarpinu Inga Sæland lagði fram frumvarp fyrir hönd Flokks fólksins ásamt tveimur Pírötum þar sem lagt var til að lagt yrði bann við þessari starfsemi. Frumvarpið hlaut engar undirtektir á þinginu og telur Inga að þrýstihópar hafi í því sem svo mörgu öðru haft sitt fram og náð að drepa málið. Og það er ekki úr vegi að ætla þegar málið er kannað nánar. Í fjölmörgum umsögnum sem beindust til nefndasviðs þingsins má sjá að Inga var ekki að strjúka ýmsum hagsmunaaðilum rétt með frumvarpi sínu því umsagnirnar eru allar á einn veg: Frumvarpið sé þunnt, fáránlegt og móðgandi. Vísir renndi í gegnum umsagnirnar og tók upp mola hér og þar. „Það er mat Matvælastofnunar að blóðtaka úr fylfullum hryssum, eins og hún er framkvæmd hér á landi og að framan greinir, stangist ekki á við lög nr 55/2013 um velferð dýra og ofbjóði ekki kröftum dýrs eða þoli né misbjóði dýrum á annan hátt,“ segir í niðurlagi umsagnar Sigurjóns Njarðarsonar lögfræðings dýraheilsu en hann skrifar greinargerð fyrir hönd Matvælastofnunar og yfirdýralæknis. Ísland best í heimi Guðrún Vaka Steingrímsdóttir lögmaður, fyrir hönd Bændasamtaka Íslands, segir meðal annars í umsögn: „Í greinargerð með tillögunni segir að það brjóti gegn öllum sjónarmiðum um velferð dýra að rækta hross til blóðframleiðslu í gróðaskyni. Bændasamtökin telja að ekki hafi verið sýnt fram á starfsemin gangi gegn dýravelferðarlögum, markmiðum laganna eða ákvæðum reglugerða sem hana varða, svo sem reglugerð um velferð hrossa nr. 910/2014. Matvælastofnun hefur reglubundið eftirlit með starfseminni og setur henni skilyrði, auk þess sem hún er tilkynningarskyld, sbr. 4. gr. síðastnefndrar reglugerðar.“ Þá segir jafnframt í umsögn sem Guðrún Vaka lögmaður skrifar undir að undirlagi samtakanna: „Samtökin telja að vinna þurfi betur að tillögum um breytingu á reglum sem varða starfsemina og áður en þær verði lagðar fram hafi farið fram mat og greining á því hvort og þá hvar misbrestir séu á framkvæmd og dýravelferð. Í því samhengi nægir ekki að vísa til aðbúnaðar og aðstæðna í öðrum löndum þar sem aðstæður og umgjörð eru slæmar og um flest ósambærilegar.“ Dýralækningafélagið og FA alfarið á móti frumvarpinu Dýralækningafélag Íslands leggst gegn frumvarpinu í umsögn en hefur nú fordæmt slæma meðferð á hryssum. Og það gerir Ólafur Stephensen einnig fyrir hönd Félags atvinnurekenda: „Mikilvægt er að hugað sé vel að dýravelferð í öllum landbúnaði. Landbúnaðarstarfsemi felur í mörgum tilvikum í sér hagnýtingu afurða af skepnum og verður ekki séð annað en að í þessu tilviki sé tekið tillit til velferðar dýranna þannig að til fyrirmyndar sé. Ekki verður hins vegar séð að það hvernig þessi starfsemi er stunduð í öðrum ríkjum, sem tilgreind eru í greinargerð frumvarpsins, skipti neinu máli hvað varðar dýravelferð á Íslandi,“ segir í umsögn Ólafs. Ólafur Stephensen ritaði umsögn fyrir hönd FA og lagðist eindregið gegn því að frumvarpið yrði að lögum.Vísir/Vilhelm Hann segir: „Næði frumvarpið fram að ganga væri verið að hindra arðbæra útflutningsstarfsemi, sem skilar verulegum verðmætum til þjóðarbúsins. FA leggst því eindregið gegn samþykkt þess.“ Hrossabændur segir að það þýði ekkert að benda til Úrúgvæ eða Argentínu Umsagnirnar eru allar á einn veg: „Um langt árabil hefur blóð verið tekið úr hryssum á meðgöngu og því orðin talsverð reynsla í þeim búskap. Í umræðu meðal félaga í Félagi hrossabænda um búskap með blóðhryssur hefur ávalt verið lögð mikil áhersla á velferð hrossa og meðferð á landi, en mikil aukning hefur orðið í blóðhryssuhaldi undanfarin ár og því afar mikilvægt að standa vel að málum. Hvað varðar blóðtökuna þá fer hún fram undir opinberu eftirliti og er framkvæmd af dýralæknum og þannig stuðst við ákveðin viðmið sem verður að ætla að sé innan allra marka hvað velferð hryssnanna varðar,“ segir Sveinn S. Steinarsson formaður Félags hrossabænda. Það er mat þeirra hrossabænda að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að þörf sé á að breyta lögum um dýravelferð gagnvart þessari starfssemi. „Það er í raun krafa að Matvælastofnun sem hefur reglubundið eftirlit með blóðtöku úr hryssum og öðru hrossahaldi, setji skilyrði sem tryggi að velferð hrossanna sé ávalt í fyrirrúmi. Félag hrossabænda telur að vinna þurfi að greinargóðum reglum sem varða blóðmerarhaldið, þannig að öllum verði ljóst hvernig umgjörðin um starfið er hverju sinni. Að okkar mati er afar hæpið að bera saman það starf sem stundað er hérlendis við blóðtöku við þá starfsemi sem stunduð er í Úrúgvæ og Argentínu eins og gert er í greinargerð með frumvarpinu. Aðstæður í þessum löndum eru, eftir því sem við best vitum, vanþróaðar og ósambærilegar við þá starfsemi sem stunduð er hér á landi.“ Sármóðgaðir dýralæknar „Undirritaðir dýralæknar lýsa vanþóknun sinni á þeirri aðför að starfsheiðri stéttarinnar sem fólgin er í umræddu frumvarpi, greinargerðinni með því og framsögu flutningsmanns úr ræðustóli Alþingis,“ segja þau Gestur Júlíusson og Elfa Ágústsdóttir dýralæknar. Skrif þeirra eru full réttlátrar reiði: „Augljós þekkingarskortur og lítilsvirðing við réttar og sannar upplýsingar er flutningsmönnum og þinginu til vansa. Dýralæknar um allt land hafa um margra ára skeið komið að blóðgjöf íslenskra hryssa í samvinnu við stóran hóp bænda og líftæknifyrirtækið Ísteka. Blóðgjöfin er alltaf framkvæmd af dýralæknum undir eftirliti Matvælastofnunar og undirritaðir þekkja engin dæmi þess að aðrir en dýralæknar hafi framkvæmt blóðgjöfina.“ Gestur og Elfa fullyrða að blóðgjöf af þessu tagi sé ekki mikið inngrip í líf eða velferð hryssanna. Blóðmerar. Heimildamynd svissnesku dýraverndunarsamtakanna hafa vakið óhug og umsagnirnar um frumvarp Ingu Sæland eldast misvel. „Þetta er á pari við mjólkun, járningar eða rúning, og augljóslega minna inngrip en slátrun. Engin vísindaleg rök hníga að því að hryssum verða meint af óhóflegri blóðgjöf eins og tíðkuð er hér á landi. Skýrsluhald er til fyrirmyndar, vel er fylgst með heilbrigði dýranna og afföll í hópi blóðgjafahryssa eru ekki meiri en hjá öðrum hrossum sem ekki gefa blóð. Stærsta ógn við dýraríkið má ekki vera öfgafull dýravelferð, þar sem velferðin er svo mikil að ekki verði nein dýr eftir. Varla nokkurt dýr sem haldið er í atvinnuskyni komist nær því að lifa við sinar náttúrulegar aðstæður en þessar hryssur. Undirritaðir dýralæknar leggjast eindregið gegn því að frumvarp þetta verði að lögum.“ Ekkert verra en tamning nema síður sé Guðmar Aubertsson dýralæknir segir engin vísindaleg rök benda til þess að sú blóðtaka sem fram kvæmd er hér á landi sé skaðleg fyrir heilsu hrysssna. „Þær rannsóknir sem fram kvæmdar hafa verið og klinískar skoðanir dýralækna, sem blóðtökuna framkvæma, leiða það í ljós. Undirritaður er eindregið á móti því að frumvarp þetta verði að lögum.“ Helgi Sigurðsson dýralæknir sendir einnig inn umsögn og lýsir reynslu sinni en hann kom að blóðtökum úr á hryssum fyrir um 40 árum eða árið 1980 á upphafsárum þess að byrjað var að taka blóð úr hryssum hér á landi. Þetta hófst árið 1979. Hann segir að vel hafi gengið með blóðtöku og hryssunar búnar að aðlaga sig þessari blóðtöku. „Segja má að eina þvingunin sé sú að setja múlin á hryssurnar og festa meðan blóðtakan fer fram. Þetta er það atriði sem þær aðlaga sig fljótt. Þá er það mikil breyting frá því fyrir 40 árum að nú er notað deyfilyf á stungustað þannig að blóðtakan verður sársaukalaus. Ef það er þessi þvingun sem fer í bága við dýraverndarlög má með sömu rökum banna það að temja hesta,“ segir Helgi sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum. Þar sé ögunin og þvingunin margfalt meiri auk þess sem maðurinn situr klofvega á hestunum og lætur hann lúta sínum vilja. „Ég, undirritaður, vil taka það skýrt fram að ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Hef ekki komið nærri þessari búgrein í 40 ár. Ég er hins vegar starfandi sem hestadýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal í Reykjavík. Sem slíkur velti ég fyrir mér tilurð þessa frumvarps og hverra hagsmuna það er að gæta. Í mínum huga er það skýrt að það er ekki dýravernd.“ Verið að kippa fótunum undan góðri atvinnugrein Blóðmerabændurnir Halla Bjarnadóttir, Sigurður Óli Sveinbjörnsson og Ólafur Þórisson eru ekki kát með frumvarpið, segja það í raun snúast um að banna eina búgrein umfram aðrar. „Og það búgrein sem hefur vaxið á undanförnum árum og nýtur engra opinberra styrkja. Stjórn félagsins Í-ess bændur skorar á Ingu Sæland og meðflutningsmenn hennar að draga frumvarpið um bann við blóðhryssuhaldi til baka þegar í stað. Ekkert þeirra hafði samband við okkur til að kynna sér málið eða afla réttra upplýsinga áður en frumvarpið var samið. Félagsmenn Í-ess bændur eiga það sammerkt að halda hryssur til blóðgjafa og til framleiðslu folaldakjöts. Velferð hryssanna okkar er í fullu samræmi við, og síst verri, en það sem tíðkast í öðrum búskap á Íslandi,“ segja þau í umsögn. Þau telja ljóst er að einhver önnur sjónarmið en aukin dýravelferð réðu för við smíði frumvarpsins og framlagningu. „Verði frumvarpið samþykkt sem lög myndi það kippa fótunum undan afkomu allra okkar félagsmanna og í einhverjum tilfellum vera líklegt til að valda félagslegri neyð og brottflutningi úr sveitum. Við, bændurnir sem höldum merar til blóðgjafar, teljum okkur vera góða bændur og dýravini. Framganga þeirra sem að þessu frumvarpi standa er til háborinnar skammar og skorum við á það fólk að sjá sóma sinn í að draga frumvarpið til baka á Alþingi umsvifalaust og fella það.“ Þunnt frumvarp sem byggir á vanþekkingu Kristján Þorbjörnsson Gilsstöðum skrifar umsögn fyrir hönd hrossabændaáNorðurlandi sem halda hryssur til blóðtöku. Hann segir meðal annars í umsögn: „Niðurstaðan er einföld. Bændum, sem halda hryssur til blóðframleiðslu, er að fullu treystandi til að gera það á þann hátt að velferð þeirra sé tryggð og ef svo ólíklega vildi til að einhverju væri ábótavant þá er dýralæknar sem annast blóðtöku meira en vel hæfir til að óska úrbóta eða annarra aðgerða ef þörf er á. Matvælastofnun er síðan með sitt eftirlit og þar með er umgjörð þessarar búgreinar í góðu horfi.“ Hann segir frumvarpið ekki eiga neinn rétt á sér enda er með því verið að ráðast að atvinnufrelsi lítils hóps sem í hvívetna hefur farið að þeim reglum sem um dýrahald gilda. „Útilokað er að réttlæta framlagningu þessa frumvarps enda kemur fram í málflutningi og greinagerð flutningsmanna ósannar fullyrðingar auk lítillar þekkingar á þessu dýrahaldi. Bændur á Norðurlandi, sem framleiða blóð úr hryssum eru því alfarið á móti þessu frumvarpi.“ Svavar Halldórsson var einn fjölmargra sem fordæmdi frumvarpið í umsögn. Hann segir fyrirtækið Ísteka vera með saminga við hundrað bændur og það væri undarlegt að dýravelferðarsamningum á Íslandi myndi fækka úr 100 í 0. Sandra Líf Þórðardóttir dýralæknir segist hafa starfað við bóðsöfnun frá 2013, allan sinn starfsferil og henni þykir „afar leiðinlegt að þurfa að færa rök fyrir því að mín vinna snúist um að virða dýravelferð, að ég ofbjóði ekki kröftum dýra né þoli við blóðsöfnun eða önnur dýralæknastörf. Við lestur þessa frumvarps má sjá mikið af röngum fullyrðingum og innihaldið heldur þunnt, að flytjandi þurfi að líkja landbúnaði á Íslandi við lönd í Suður- Ameríku sannar það.“ Svavar leggst eindregið gegn frumvarpinu Sandra leggst eindregið gegn frumvarpin, varar við því og það gerir Svavar Halldórsson einnig. En í umsögn tekur Svavar það sérstaklega fram að hann hafi komið að landbúnaði og matvælaframleiðslu með marvíslegum hætti á undanförnum árum, m.a. sem blaðamaður, sjónvarpsþáttaframleiðandi, ráðgjafi við innlend og erlend fyrirtæki, háskólakennari í markaðssetningu matvæla og framkvæmdastjóri fjögurra samtaka og fyrirtækja bænda - auk þess að hafa fyrstur Íslendinga lokið meistaragráðu í markaðssetningu og matarmenningu frá University of Gastronomic Science á Ítalíu. Svavar lýkur sinni neikvæðu umsögn á því að segja Ísteka „eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem hefur slíka samninga við bændur að reglu. Það væri því undarlegt að dýravelferðarsamningum á Íslandi myndi fækka úr 100 í 0. Réttara væri að búa til lagaramma sem hvetur til fjölgunar dýravelferðarsamninga. Undirritaður leggst því eindregið gegn því að umrætt þingmál 543 verði að lögum.“ Blóðmerahald Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir „Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00 Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Þjóðin er skekin eftir að greint var frá efni 20 mínútna langrar heimildarmyndar dýraverndarsamtakanna AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) þar sem sýnt var af hrottalegri meðferð á hryssum þegar tappað er af þeim blóð. Þetta fer fram á einum hundrað sveitabæjum á Íslandi en en blóðið er notað við framleiðslu frjósemislyfja, svokölluðu PMSG, fyrir dýr einkum í verksmiðjubúskap og gefið gyltum til að þær geti gotið grísum af meira kappi. Það segir sína söguna um hversu illa þokkuð þessi framleiðsla er að hún er einungis stunduð í fimm löndum veraldar. Kína, Úrúgvæ og Argentínu. Ísland er þriðji stærsti framleiðandi PMSG í öllum heiminum og talsvert umsvifameira en Þýskaland sem er fimmta landið þar sem þetta tíðkast. MAST lagðist eindregið gegn frumvarpinu Inga Sæland lagði fram frumvarp fyrir hönd Flokks fólksins ásamt tveimur Pírötum þar sem lagt var til að lagt yrði bann við þessari starfsemi. Frumvarpið hlaut engar undirtektir á þinginu og telur Inga að þrýstihópar hafi í því sem svo mörgu öðru haft sitt fram og náð að drepa málið. Og það er ekki úr vegi að ætla þegar málið er kannað nánar. Í fjölmörgum umsögnum sem beindust til nefndasviðs þingsins má sjá að Inga var ekki að strjúka ýmsum hagsmunaaðilum rétt með frumvarpi sínu því umsagnirnar eru allar á einn veg: Frumvarpið sé þunnt, fáránlegt og móðgandi. Vísir renndi í gegnum umsagnirnar og tók upp mola hér og þar. „Það er mat Matvælastofnunar að blóðtaka úr fylfullum hryssum, eins og hún er framkvæmd hér á landi og að framan greinir, stangist ekki á við lög nr 55/2013 um velferð dýra og ofbjóði ekki kröftum dýrs eða þoli né misbjóði dýrum á annan hátt,“ segir í niðurlagi umsagnar Sigurjóns Njarðarsonar lögfræðings dýraheilsu en hann skrifar greinargerð fyrir hönd Matvælastofnunar og yfirdýralæknis. Ísland best í heimi Guðrún Vaka Steingrímsdóttir lögmaður, fyrir hönd Bændasamtaka Íslands, segir meðal annars í umsögn: „Í greinargerð með tillögunni segir að það brjóti gegn öllum sjónarmiðum um velferð dýra að rækta hross til blóðframleiðslu í gróðaskyni. Bændasamtökin telja að ekki hafi verið sýnt fram á starfsemin gangi gegn dýravelferðarlögum, markmiðum laganna eða ákvæðum reglugerða sem hana varða, svo sem reglugerð um velferð hrossa nr. 910/2014. Matvælastofnun hefur reglubundið eftirlit með starfseminni og setur henni skilyrði, auk þess sem hún er tilkynningarskyld, sbr. 4. gr. síðastnefndrar reglugerðar.“ Þá segir jafnframt í umsögn sem Guðrún Vaka lögmaður skrifar undir að undirlagi samtakanna: „Samtökin telja að vinna þurfi betur að tillögum um breytingu á reglum sem varða starfsemina og áður en þær verði lagðar fram hafi farið fram mat og greining á því hvort og þá hvar misbrestir séu á framkvæmd og dýravelferð. Í því samhengi nægir ekki að vísa til aðbúnaðar og aðstæðna í öðrum löndum þar sem aðstæður og umgjörð eru slæmar og um flest ósambærilegar.“ Dýralækningafélagið og FA alfarið á móti frumvarpinu Dýralækningafélag Íslands leggst gegn frumvarpinu í umsögn en hefur nú fordæmt slæma meðferð á hryssum. Og það gerir Ólafur Stephensen einnig fyrir hönd Félags atvinnurekenda: „Mikilvægt er að hugað sé vel að dýravelferð í öllum landbúnaði. Landbúnaðarstarfsemi felur í mörgum tilvikum í sér hagnýtingu afurða af skepnum og verður ekki séð annað en að í þessu tilviki sé tekið tillit til velferðar dýranna þannig að til fyrirmyndar sé. Ekki verður hins vegar séð að það hvernig þessi starfsemi er stunduð í öðrum ríkjum, sem tilgreind eru í greinargerð frumvarpsins, skipti neinu máli hvað varðar dýravelferð á Íslandi,“ segir í umsögn Ólafs. Ólafur Stephensen ritaði umsögn fyrir hönd FA og lagðist eindregið gegn því að frumvarpið yrði að lögum.Vísir/Vilhelm Hann segir: „Næði frumvarpið fram að ganga væri verið að hindra arðbæra útflutningsstarfsemi, sem skilar verulegum verðmætum til þjóðarbúsins. FA leggst því eindregið gegn samþykkt þess.“ Hrossabændur segir að það þýði ekkert að benda til Úrúgvæ eða Argentínu Umsagnirnar eru allar á einn veg: „Um langt árabil hefur blóð verið tekið úr hryssum á meðgöngu og því orðin talsverð reynsla í þeim búskap. Í umræðu meðal félaga í Félagi hrossabænda um búskap með blóðhryssur hefur ávalt verið lögð mikil áhersla á velferð hrossa og meðferð á landi, en mikil aukning hefur orðið í blóðhryssuhaldi undanfarin ár og því afar mikilvægt að standa vel að málum. Hvað varðar blóðtökuna þá fer hún fram undir opinberu eftirliti og er framkvæmd af dýralæknum og þannig stuðst við ákveðin viðmið sem verður að ætla að sé innan allra marka hvað velferð hryssnanna varðar,“ segir Sveinn S. Steinarsson formaður Félags hrossabænda. Það er mat þeirra hrossabænda að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að þörf sé á að breyta lögum um dýravelferð gagnvart þessari starfssemi. „Það er í raun krafa að Matvælastofnun sem hefur reglubundið eftirlit með blóðtöku úr hryssum og öðru hrossahaldi, setji skilyrði sem tryggi að velferð hrossanna sé ávalt í fyrirrúmi. Félag hrossabænda telur að vinna þurfi að greinargóðum reglum sem varða blóðmerarhaldið, þannig að öllum verði ljóst hvernig umgjörðin um starfið er hverju sinni. Að okkar mati er afar hæpið að bera saman það starf sem stundað er hérlendis við blóðtöku við þá starfsemi sem stunduð er í Úrúgvæ og Argentínu eins og gert er í greinargerð með frumvarpinu. Aðstæður í þessum löndum eru, eftir því sem við best vitum, vanþróaðar og ósambærilegar við þá starfsemi sem stunduð er hér á landi.“ Sármóðgaðir dýralæknar „Undirritaðir dýralæknar lýsa vanþóknun sinni á þeirri aðför að starfsheiðri stéttarinnar sem fólgin er í umræddu frumvarpi, greinargerðinni með því og framsögu flutningsmanns úr ræðustóli Alþingis,“ segja þau Gestur Júlíusson og Elfa Ágústsdóttir dýralæknar. Skrif þeirra eru full réttlátrar reiði: „Augljós þekkingarskortur og lítilsvirðing við réttar og sannar upplýsingar er flutningsmönnum og þinginu til vansa. Dýralæknar um allt land hafa um margra ára skeið komið að blóðgjöf íslenskra hryssa í samvinnu við stóran hóp bænda og líftæknifyrirtækið Ísteka. Blóðgjöfin er alltaf framkvæmd af dýralæknum undir eftirliti Matvælastofnunar og undirritaðir þekkja engin dæmi þess að aðrir en dýralæknar hafi framkvæmt blóðgjöfina.“ Gestur og Elfa fullyrða að blóðgjöf af þessu tagi sé ekki mikið inngrip í líf eða velferð hryssanna. Blóðmerar. Heimildamynd svissnesku dýraverndunarsamtakanna hafa vakið óhug og umsagnirnar um frumvarp Ingu Sæland eldast misvel. „Þetta er á pari við mjólkun, járningar eða rúning, og augljóslega minna inngrip en slátrun. Engin vísindaleg rök hníga að því að hryssum verða meint af óhóflegri blóðgjöf eins og tíðkuð er hér á landi. Skýrsluhald er til fyrirmyndar, vel er fylgst með heilbrigði dýranna og afföll í hópi blóðgjafahryssa eru ekki meiri en hjá öðrum hrossum sem ekki gefa blóð. Stærsta ógn við dýraríkið má ekki vera öfgafull dýravelferð, þar sem velferðin er svo mikil að ekki verði nein dýr eftir. Varla nokkurt dýr sem haldið er í atvinnuskyni komist nær því að lifa við sinar náttúrulegar aðstæður en þessar hryssur. Undirritaðir dýralæknar leggjast eindregið gegn því að frumvarp þetta verði að lögum.“ Ekkert verra en tamning nema síður sé Guðmar Aubertsson dýralæknir segir engin vísindaleg rök benda til þess að sú blóðtaka sem fram kvæmd er hér á landi sé skaðleg fyrir heilsu hrysssna. „Þær rannsóknir sem fram kvæmdar hafa verið og klinískar skoðanir dýralækna, sem blóðtökuna framkvæma, leiða það í ljós. Undirritaður er eindregið á móti því að frumvarp þetta verði að lögum.“ Helgi Sigurðsson dýralæknir sendir einnig inn umsögn og lýsir reynslu sinni en hann kom að blóðtökum úr á hryssum fyrir um 40 árum eða árið 1980 á upphafsárum þess að byrjað var að taka blóð úr hryssum hér á landi. Þetta hófst árið 1979. Hann segir að vel hafi gengið með blóðtöku og hryssunar búnar að aðlaga sig þessari blóðtöku. „Segja má að eina þvingunin sé sú að setja múlin á hryssurnar og festa meðan blóðtakan fer fram. Þetta er það atriði sem þær aðlaga sig fljótt. Þá er það mikil breyting frá því fyrir 40 árum að nú er notað deyfilyf á stungustað þannig að blóðtakan verður sársaukalaus. Ef það er þessi þvingun sem fer í bága við dýraverndarlög má með sömu rökum banna það að temja hesta,“ segir Helgi sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum. Þar sé ögunin og þvingunin margfalt meiri auk þess sem maðurinn situr klofvega á hestunum og lætur hann lúta sínum vilja. „Ég, undirritaður, vil taka það skýrt fram að ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Hef ekki komið nærri þessari búgrein í 40 ár. Ég er hins vegar starfandi sem hestadýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal í Reykjavík. Sem slíkur velti ég fyrir mér tilurð þessa frumvarps og hverra hagsmuna það er að gæta. Í mínum huga er það skýrt að það er ekki dýravernd.“ Verið að kippa fótunum undan góðri atvinnugrein Blóðmerabændurnir Halla Bjarnadóttir, Sigurður Óli Sveinbjörnsson og Ólafur Þórisson eru ekki kát með frumvarpið, segja það í raun snúast um að banna eina búgrein umfram aðrar. „Og það búgrein sem hefur vaxið á undanförnum árum og nýtur engra opinberra styrkja. Stjórn félagsins Í-ess bændur skorar á Ingu Sæland og meðflutningsmenn hennar að draga frumvarpið um bann við blóðhryssuhaldi til baka þegar í stað. Ekkert þeirra hafði samband við okkur til að kynna sér málið eða afla réttra upplýsinga áður en frumvarpið var samið. Félagsmenn Í-ess bændur eiga það sammerkt að halda hryssur til blóðgjafa og til framleiðslu folaldakjöts. Velferð hryssanna okkar er í fullu samræmi við, og síst verri, en það sem tíðkast í öðrum búskap á Íslandi,“ segja þau í umsögn. Þau telja ljóst er að einhver önnur sjónarmið en aukin dýravelferð réðu för við smíði frumvarpsins og framlagningu. „Verði frumvarpið samþykkt sem lög myndi það kippa fótunum undan afkomu allra okkar félagsmanna og í einhverjum tilfellum vera líklegt til að valda félagslegri neyð og brottflutningi úr sveitum. Við, bændurnir sem höldum merar til blóðgjafar, teljum okkur vera góða bændur og dýravini. Framganga þeirra sem að þessu frumvarpi standa er til háborinnar skammar og skorum við á það fólk að sjá sóma sinn í að draga frumvarpið til baka á Alþingi umsvifalaust og fella það.“ Þunnt frumvarp sem byggir á vanþekkingu Kristján Þorbjörnsson Gilsstöðum skrifar umsögn fyrir hönd hrossabændaáNorðurlandi sem halda hryssur til blóðtöku. Hann segir meðal annars í umsögn: „Niðurstaðan er einföld. Bændum, sem halda hryssur til blóðframleiðslu, er að fullu treystandi til að gera það á þann hátt að velferð þeirra sé tryggð og ef svo ólíklega vildi til að einhverju væri ábótavant þá er dýralæknar sem annast blóðtöku meira en vel hæfir til að óska úrbóta eða annarra aðgerða ef þörf er á. Matvælastofnun er síðan með sitt eftirlit og þar með er umgjörð þessarar búgreinar í góðu horfi.“ Hann segir frumvarpið ekki eiga neinn rétt á sér enda er með því verið að ráðast að atvinnufrelsi lítils hóps sem í hvívetna hefur farið að þeim reglum sem um dýrahald gilda. „Útilokað er að réttlæta framlagningu þessa frumvarps enda kemur fram í málflutningi og greinagerð flutningsmanna ósannar fullyrðingar auk lítillar þekkingar á þessu dýrahaldi. Bændur á Norðurlandi, sem framleiða blóð úr hryssum eru því alfarið á móti þessu frumvarpi.“ Svavar Halldórsson var einn fjölmargra sem fordæmdi frumvarpið í umsögn. Hann segir fyrirtækið Ísteka vera með saminga við hundrað bændur og það væri undarlegt að dýravelferðarsamningum á Íslandi myndi fækka úr 100 í 0. Sandra Líf Þórðardóttir dýralæknir segist hafa starfað við bóðsöfnun frá 2013, allan sinn starfsferil og henni þykir „afar leiðinlegt að þurfa að færa rök fyrir því að mín vinna snúist um að virða dýravelferð, að ég ofbjóði ekki kröftum dýra né þoli við blóðsöfnun eða önnur dýralæknastörf. Við lestur þessa frumvarps má sjá mikið af röngum fullyrðingum og innihaldið heldur þunnt, að flytjandi þurfi að líkja landbúnaði á Íslandi við lönd í Suður- Ameríku sannar það.“ Svavar leggst eindregið gegn frumvarpinu Sandra leggst eindregið gegn frumvarpin, varar við því og það gerir Svavar Halldórsson einnig. En í umsögn tekur Svavar það sérstaklega fram að hann hafi komið að landbúnaði og matvælaframleiðslu með marvíslegum hætti á undanförnum árum, m.a. sem blaðamaður, sjónvarpsþáttaframleiðandi, ráðgjafi við innlend og erlend fyrirtæki, háskólakennari í markaðssetningu matvæla og framkvæmdastjóri fjögurra samtaka og fyrirtækja bænda - auk þess að hafa fyrstur Íslendinga lokið meistaragráðu í markaðssetningu og matarmenningu frá University of Gastronomic Science á Ítalíu. Svavar lýkur sinni neikvæðu umsögn á því að segja Ísteka „eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem hefur slíka samninga við bændur að reglu. Það væri því undarlegt að dýravelferðarsamningum á Íslandi myndi fækka úr 100 í 0. Réttara væri að búa til lagaramma sem hvetur til fjölgunar dýravelferðarsamninga. Undirritaður leggst því eindregið gegn því að umrætt þingmál 543 verði að lögum.“
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir „Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00 Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00
Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. 19. ágúst 2018 21:00