MeToo mætt af hörku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 22:00 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. Fleiri konur hafa orðið fyrir barðinu á kínverska ríkinu að undanförnu. AP/Andy Wong Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu. Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru. Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru.
Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira