Hinn dæmdi, Zephaniah McLeod, hefur verið greindur með ofsóknargeðklofa og hafði áður komið til kasta bæði lögreglu og heilbrigðisyfirvalda, mun til að byrja með afplána dóminn á geðsjúkrahúsi. Hann getur þó sótt um reynslulausn fyrr en að 21 ári liðnu hið minnsta.
Sky News segir frá því að McLeod hafi ráðist á fólkið seint á laugardagskvöldi, á níutíu mínútna tímabili. Á öryggismyndavélum mátti sjá manninn gangandi rólegur um, stinga fólk, og halda svo för sinni áfram.
Eftir fyrstu þrjár hnífstungurnar losaði McLeod sig við hnífinn með því að henda honum niður í skolpræsi, tók leigubíl heim til sín í hverfinu Selly Oak, vopnaði sig að nýju og hélt svo aftur út og hélt árásunum áfram.
Eins og áður sagði þá lést einn maður í árásunum, hinn 23 ára Jacob Billington frá Liverpool, en hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið stunginn í hálsinn.