Gerum enn betur fyrir börnin í Breiðholti Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 11:00 Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Eitt hverfi hefur skorið sig úr þeirri nýtingu og það er hverfið mitt, Breiðholt. Í Breiðholti nýttu 40 prósent barna ekki þennan styrk árið 2019 sem þýðir að heimili barnanna ráðstöfuðu honum aldrei. Styrkurinn er nú 50.000 krónur á ári. Hvert þriggja barna heimili munar mikið um 150.000 króna styrk á ári til að greiða á móti útlögðum kostnaði við skipulagt tómstundastarf, en hvað á að gera þegar fólk nýtir ekki styrkinn? Fjármagni haldið innan hverfis Til að vinna í aukinni þátttöku barna og fjölskyldna þeirra hefur verið farið af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir Frístundir í Breiðholti. Verkefnið gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Krökkunum er gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta- og frístundastarfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta- og frístundastarfi er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta- og frístundaaðila í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundartengils varð að veruleika í febrúar á þessu ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsamfélagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku. Á vormánuðum fundu 69 krakkar sig í frístundarstarfi sem ekki höfðu tekið verið þátttakendur áður í frístundarstarfi með hans aðstoðar. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni sem verið er að vinna með núna. Ég og fleiri bentum á það hversu óheppilegt það væri að fjármagn, eyrnamerkt frístundaiðkun barna, rynni vannýtt úr hverfinu, eins og staðan var í Breiðholti. Það væri því æskilegt að þessu vannýtta fjármagni væri safnað saman í sjóð sem héldist innan hverfisins. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að settur var á laggirnar styrktarsjóður til að styðja við verkefnið en sjóðnum er er ætlað að koma til móts við auka kostnað sem hlýst af þátttöku í viðburðum, kaup og leigu á búnaði og umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Það má því þakka borgarstjóra sérstaklega fyrir að hafa stutt þetta tilraunaverkefni, veitt sjóðnum brautargengi auk þess að standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður Mjódd, sem er efni í sérgrein. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Við getum verið stolt af því. Sendiherrar og brúarsmiðir Það er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breiðholtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustumiðstöðin í hverfinu heldur utan um. Það verkefni styður við Frístundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrarnir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgarinnar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samlagast, ekki aðlagast Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist samfélaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Börn okkar allra skipta mig máli. Það þarf að gera enn betur. Ég vil gera meira og þessi sýn sem unnið er með er vísir að því að við séum á réttri leið til að tryggja að ekkert barn verði skilið eftir. Hvert barn skiptir máli. Áfram Breiðholt! Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Eitt hverfi hefur skorið sig úr þeirri nýtingu og það er hverfið mitt, Breiðholt. Í Breiðholti nýttu 40 prósent barna ekki þennan styrk árið 2019 sem þýðir að heimili barnanna ráðstöfuðu honum aldrei. Styrkurinn er nú 50.000 krónur á ári. Hvert þriggja barna heimili munar mikið um 150.000 króna styrk á ári til að greiða á móti útlögðum kostnaði við skipulagt tómstundastarf, en hvað á að gera þegar fólk nýtir ekki styrkinn? Fjármagni haldið innan hverfis Til að vinna í aukinni þátttöku barna og fjölskyldna þeirra hefur verið farið af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir Frístundir í Breiðholti. Verkefnið gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Krökkunum er gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta- og frístundastarfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta- og frístundastarfi er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta- og frístundaaðila í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundartengils varð að veruleika í febrúar á þessu ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsamfélagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku. Á vormánuðum fundu 69 krakkar sig í frístundarstarfi sem ekki höfðu tekið verið þátttakendur áður í frístundarstarfi með hans aðstoðar. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni sem verið er að vinna með núna. Ég og fleiri bentum á það hversu óheppilegt það væri að fjármagn, eyrnamerkt frístundaiðkun barna, rynni vannýtt úr hverfinu, eins og staðan var í Breiðholti. Það væri því æskilegt að þessu vannýtta fjármagni væri safnað saman í sjóð sem héldist innan hverfisins. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að settur var á laggirnar styrktarsjóður til að styðja við verkefnið en sjóðnum er er ætlað að koma til móts við auka kostnað sem hlýst af þátttöku í viðburðum, kaup og leigu á búnaði og umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Það má því þakka borgarstjóra sérstaklega fyrir að hafa stutt þetta tilraunaverkefni, veitt sjóðnum brautargengi auk þess að standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður Mjódd, sem er efni í sérgrein. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Við getum verið stolt af því. Sendiherrar og brúarsmiðir Það er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breiðholtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustumiðstöðin í hverfinu heldur utan um. Það verkefni styður við Frístundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrarnir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgarinnar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samlagast, ekki aðlagast Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist samfélaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Börn okkar allra skipta mig máli. Það þarf að gera enn betur. Ég vil gera meira og þessi sýn sem unnið er með er vísir að því að við séum á réttri leið til að tryggja að ekkert barn verði skilið eftir. Hvert barn skiptir máli. Áfram Breiðholt! Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar