Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 09:04 Samband Xi (t.v.) og Biden (t.h.) var með ágætum þegar sá síðarnefndi var varaforseti Bandaríkjanna á sínum tíma. Fundurinn er í dag er sá fyrsti eftir að Biden varð forseti Bandaríkjanna. AP/Damian Dovarganes Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti. Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti.
Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38