Fulltrúadeildin samþykkti innviðafrumvarp Bidens Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 08:52 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fagnar hér með félögum sínum á gólfi þingsalarins eftir að málið var í höfn í nótt. Mynd/AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum. Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33