Fulltrúadeildin samþykkti innviðafrumvarp Bidens Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 08:52 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fagnar hér með félögum sínum á gólfi þingsalarins eftir að málið var í höfn í nótt. Mynd/AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum. Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33