Hagsmunir hverra? Heiðar Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 09:01 Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun