Mesti fjöldi smitaðra á einum degi síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 13:44 Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september. Getty Alls greindist 1.981 smitaður af kórónuveirunni í Danmörku síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjöldann á einum degi síðan í byrjun janúar. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu síðustu daga. Þetta kemur fram á vef DR þar sem vísað er í nýjustu tölur frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls voru tekin tæplega 96 þúsund PCR-sýni í landinu sem þýðir að 2,09 prósent sýna voru jákvæð. Fjöldi inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 hækkar um sjö milli daga og eru þeir nú 255. Ekki hafa svo margir verið inniliggjandi á sjúkrahúsum í Danmörku vegna Covid-19 síðan í febrúar. 32 þeirra sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 eru á gjörgæslu og þar af fimmtán í öndunarvél. Ekki var tilkynnt um neitt dauðsfall vegna Covid-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn en alls hafa 2.716 látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins. Neyðarfundur hjá farsóttarnefndinni Faraldursnefnd danskra stjórnvalda, sem veitir ríkisstjórninni ráðgjöf, kemur saman til neyðarfundar í dag vegna þróun faraldursins. Kórónuveirutilfelli í Danmörku rúmlega tvöfölduðust milli vikna, en í síðustu viku greindust tæplega 11.400 manns samanborið við 4.800 vikuna þar á undan. Nefndin gæti lagt til að takmörkunum verði komið á í tilraun til að hefta útbreiðslu faraldursins, en þar sem danska ríkisstjórnin ákvað í haust að hætta að skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi kæmi slíkt inn á borð danska þingsins að leggja blessun sína yfir allar þær takmarkanir sem kynnu að verða lagðar til. Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef DR þar sem vísað er í nýjustu tölur frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls voru tekin tæplega 96 þúsund PCR-sýni í landinu sem þýðir að 2,09 prósent sýna voru jákvæð. Fjöldi inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 hækkar um sjö milli daga og eru þeir nú 255. Ekki hafa svo margir verið inniliggjandi á sjúkrahúsum í Danmörku vegna Covid-19 síðan í febrúar. 32 þeirra sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 eru á gjörgæslu og þar af fimmtán í öndunarvél. Ekki var tilkynnt um neitt dauðsfall vegna Covid-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn en alls hafa 2.716 látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins. Neyðarfundur hjá farsóttarnefndinni Faraldursnefnd danskra stjórnvalda, sem veitir ríkisstjórninni ráðgjöf, kemur saman til neyðarfundar í dag vegna þróun faraldursins. Kórónuveirutilfelli í Danmörku rúmlega tvöfölduðust milli vikna, en í síðustu viku greindust tæplega 11.400 manns samanborið við 4.800 vikuna þar á undan. Nefndin gæti lagt til að takmörkunum verði komið á í tilraun til að hefta útbreiðslu faraldursins, en þar sem danska ríkisstjórnin ákvað í haust að hætta að skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi kæmi slíkt inn á borð danska þingsins að leggja blessun sína yfir allar þær takmarkanir sem kynnu að verða lagðar til. Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39
Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36