Mesti fjöldi smitaðra á einum degi síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 13:44 Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september. Getty Alls greindist 1.981 smitaður af kórónuveirunni í Danmörku síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjöldann á einum degi síðan í byrjun janúar. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu síðustu daga. Þetta kemur fram á vef DR þar sem vísað er í nýjustu tölur frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls voru tekin tæplega 96 þúsund PCR-sýni í landinu sem þýðir að 2,09 prósent sýna voru jákvæð. Fjöldi inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 hækkar um sjö milli daga og eru þeir nú 255. Ekki hafa svo margir verið inniliggjandi á sjúkrahúsum í Danmörku vegna Covid-19 síðan í febrúar. 32 þeirra sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 eru á gjörgæslu og þar af fimmtán í öndunarvél. Ekki var tilkynnt um neitt dauðsfall vegna Covid-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn en alls hafa 2.716 látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins. Neyðarfundur hjá farsóttarnefndinni Faraldursnefnd danskra stjórnvalda, sem veitir ríkisstjórninni ráðgjöf, kemur saman til neyðarfundar í dag vegna þróun faraldursins. Kórónuveirutilfelli í Danmörku rúmlega tvöfölduðust milli vikna, en í síðustu viku greindust tæplega 11.400 manns samanborið við 4.800 vikuna þar á undan. Nefndin gæti lagt til að takmörkunum verði komið á í tilraun til að hefta útbreiðslu faraldursins, en þar sem danska ríkisstjórnin ákvað í haust að hætta að skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi kæmi slíkt inn á borð danska þingsins að leggja blessun sína yfir allar þær takmarkanir sem kynnu að verða lagðar til. Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef DR þar sem vísað er í nýjustu tölur frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls voru tekin tæplega 96 þúsund PCR-sýni í landinu sem þýðir að 2,09 prósent sýna voru jákvæð. Fjöldi inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 hækkar um sjö milli daga og eru þeir nú 255. Ekki hafa svo margir verið inniliggjandi á sjúkrahúsum í Danmörku vegna Covid-19 síðan í febrúar. 32 þeirra sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 eru á gjörgæslu og þar af fimmtán í öndunarvél. Ekki var tilkynnt um neitt dauðsfall vegna Covid-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn en alls hafa 2.716 látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins. Neyðarfundur hjá farsóttarnefndinni Faraldursnefnd danskra stjórnvalda, sem veitir ríkisstjórninni ráðgjöf, kemur saman til neyðarfundar í dag vegna þróun faraldursins. Kórónuveirutilfelli í Danmörku rúmlega tvöfölduðust milli vikna, en í síðustu viku greindust tæplega 11.400 manns samanborið við 4.800 vikuna þar á undan. Nefndin gæti lagt til að takmörkunum verði komið á í tilraun til að hefta útbreiðslu faraldursins, en þar sem danska ríkisstjórnin ákvað í haust að hætta að skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi kæmi slíkt inn á borð danska þingsins að leggja blessun sína yfir allar þær takmarkanir sem kynnu að verða lagðar til. Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39
Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36