Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2021 15:35 Vestmannaey og Bergey við bryggju í Norðfirði. Síldarvinnslan/Smári Geirsson Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58
Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent