FAST 112 hetjurnar vilja hitta ykkur! Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2021 09:01 Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun