Sýnum verðmætasköpun í (hug)verki! Einar Mäntylä og Jón Gunnarsson skrifa 28. október 2021 11:01 Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Nýsköpun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun