Framkvæmdastjóri ÍR ákærður fyrir að draga sér fé og strauja kortið fyrir milljónir Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 10:25 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019. Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019.
Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira