Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:29 Ebrahim Raisi, forseti Íran, er sagður setja hörð skilyrði fyrir nýjum kjarnorkusamningi. Getty/Majid Saeedi Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta. Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta.
Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00
Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24
Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46