Ekki er vitað hvert rekja má upptök eldsins en skipverjum tókst ekki að slökkva eldinn af sjálfsdáðum. Í kjölfarið var drepið á vélum togarans og rýmum lokað. Skipið óskaði eftir aðstoð og svaraði systurskipið Bergey kallinu.
Bergey dregur Vestmannaey til hafnar í Neskaupstað en gert er ráð fyrir því að komið verði að landi upp úr klukkan tvö í nótt. Slökkvilið á svæðinu er í viðbragðsstöðu. Austurfrétt greinir frá.