Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 18:32 Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið. MAST er ekki hrifin af uppátækjum samfélagsmiðlastjörnunnar og eiganda refsins, Gústa B. Lögregla hefur meðal annars gert húsleit hjá þeim síðarnefnda til að freista þess að finna refinn, en án árangurs. aðsend Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. Refurinn er í eigu rapparans og samfélagsmiðlamannsins Ágústs Beinteins Árnasonar, sem gengur undir viðurnefninu Gústi B. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar þeir mættu til Ágústs með húsleitarheimild með það fyrir augum að taka refinn. Það var svo í gær sem Ágúst mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi málið eins og það blasir við honum, auk þess sem hann flutti rapplag sem hann samdi um málið. Af textanum að dæma þykir honum í hæsta máta fáránlegt að MAST ætli sér að taka refinn af honum. Lögin séu skýr Þóra var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að almennt tjái MAST sig ekki um einstök mál sem til meðferðar eru hjá stofnuninni, en telur það hins vegar viðeigandi í þessu tilfelli. Hún segist harma „það sem virðist hafa verið að eiga sér stað undanfarið, að fjölmiðlar upphefji og jafnvel kalli sætt og skemmtilegt það sem brýtur lög og brýtur á velferð villtra dýra.“ Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Ágúst hefur fengið lögmann í málið, sem segist telja að ekki sé hægt að útiloka að refir geti fallið undir lagalega skilgreiningu gæludýra ef þeir alast upp á heimili manna. Þóra segir lög um velferð dýra tilgreina mjög skýrt að ólöglegt sé að halda villt dýr. „Það kemur einmitt fram í greinargerð með lögunum að markmiðið með þessu ákvæði er einmitt að tryggja að einstaklingar taki ekki villt dýr sér til skemmtunar eða ávinnings, hvort sem það er í lengri eða skemmri tíma,“ segir Þóra. Þóra segir rétt að hér á landi hafi ýmsir haldið refi í gegn um tíðina, en MAST hafi alltaf haft aðkomu að slíkum málum fái þau ábendingar um þau. „Það er þekkt vandamál, því miður, að það hafa verið teknir yrðlingar, án leyfis, og þeir haldnir til skemmtunar fyrir ferðamenn eða eins og nýjustu dæmin sýna til að kaupa sér athygli á samfélagsmiðlum.“ Gústi Jr. sýni skýr merki streitu Þóra segir refinn Gústa Jr. sýna skýr streitumerki. Það sjáist meðal annars á tíðum andardrætti refsins, eyrnastöðu hans og fleiri merki sem þeir sem þekkja refi sjái glögglega. „Einu undanþágurnar sem lögin leyfa fyrir hald á villtum dýrum, þær eru fyrir dýragarða og söfn. Það er að sjálfsögðu með fengnu leyfi yfirvalda, þar sem er tryggt að þessi dýr séu haldin í umhverfi sem tekur tillit til þeirra náttúrulega eðlis og þarfa, en ekki sér til ávinnings og athygli.“ Ágúst sagði í viðtali í gær að MAST færi rangt með aldur Gústa Jr., og héldi því fram að hann væri yrðlingur. Hið rétta væri hins vegar að hann væri sex ára gamall. Þóra segir það ekki gera meint brot minna alvarlegt. Þá segir hún rangt að MAST hafi sagt að um yrðling væri að ræða. „Við höfum svo sem ekki haft tök á því að skoða dýrið þar sem að því hefur verið haldið leyndu og hvorki lögregla né Matvælastofnun hafa fengið að nálgast dýrið. Eins og þekkt er hefur Matvælastofnun engar heimildir til húsleitar og þess vegna var málið kært til lögreglu. Það er lögregla sem fer fram á húsleit og framkvæmir hana.“ Þóra segir að MAST sé ekki í sérstakri herferð gegn haldi villtra dýra um þessar mundir, heldur hafi stofnunin tekið á málum sem þessu frá því lög um velferð dýra tóku gildi í upphafi árs 2014. „Við höfum verið að kalla eftir ábendingum og það hefur verið farið í eftirfylgni ef villtum dýrum er haldið að ástæðulausu til skemmtunar eða ávinnings. Það hindrar ekki að það megi hjálpa villtum dýrum í neyð, en það er allt annar hlutur. Húsdýragarðurinn það besta í stöðunni Þóra segir nokkuð ljóst að ekki sé hægt að sleppa dýri sem tekið hefur verið sem ungviði úr náttúrunni. Það sé hreinlega ekki í stakk búið til þess að bjarga sér og ræðir þar sérstaklega um mál Gústa Jr. „Eina sem væri hægt að gera til að bæta stöðuna og það brot sem hefur átt sér stað á velferð þessa dýrs er að reyna að koma því í sem náttúrulegastar aðstæður og uppfylla þarfir þess þar, til dæmis í Húsdýragarðinum þar sem augljóslega eru betri aðstæður en að draga þetta dýr á eftir sér í keðju um bæinn eða að hafa það þar á milli í öðru haldi sem ekki uppfyllir þarfir þess,“ segir Þóra. Hún segir að málið sé nú í höndum lögreglunnar, enda hafi MAST kært það þangað. Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Refurinn er í eigu rapparans og samfélagsmiðlamannsins Ágústs Beinteins Árnasonar, sem gengur undir viðurnefninu Gústi B. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar þeir mættu til Ágústs með húsleitarheimild með það fyrir augum að taka refinn. Það var svo í gær sem Ágúst mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi málið eins og það blasir við honum, auk þess sem hann flutti rapplag sem hann samdi um málið. Af textanum að dæma þykir honum í hæsta máta fáránlegt að MAST ætli sér að taka refinn af honum. Lögin séu skýr Þóra var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að almennt tjái MAST sig ekki um einstök mál sem til meðferðar eru hjá stofnuninni, en telur það hins vegar viðeigandi í þessu tilfelli. Hún segist harma „það sem virðist hafa verið að eiga sér stað undanfarið, að fjölmiðlar upphefji og jafnvel kalli sætt og skemmtilegt það sem brýtur lög og brýtur á velferð villtra dýra.“ Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Ágúst hefur fengið lögmann í málið, sem segist telja að ekki sé hægt að útiloka að refir geti fallið undir lagalega skilgreiningu gæludýra ef þeir alast upp á heimili manna. Þóra segir lög um velferð dýra tilgreina mjög skýrt að ólöglegt sé að halda villt dýr. „Það kemur einmitt fram í greinargerð með lögunum að markmiðið með þessu ákvæði er einmitt að tryggja að einstaklingar taki ekki villt dýr sér til skemmtunar eða ávinnings, hvort sem það er í lengri eða skemmri tíma,“ segir Þóra. Þóra segir rétt að hér á landi hafi ýmsir haldið refi í gegn um tíðina, en MAST hafi alltaf haft aðkomu að slíkum málum fái þau ábendingar um þau. „Það er þekkt vandamál, því miður, að það hafa verið teknir yrðlingar, án leyfis, og þeir haldnir til skemmtunar fyrir ferðamenn eða eins og nýjustu dæmin sýna til að kaupa sér athygli á samfélagsmiðlum.“ Gústi Jr. sýni skýr merki streitu Þóra segir refinn Gústa Jr. sýna skýr streitumerki. Það sjáist meðal annars á tíðum andardrætti refsins, eyrnastöðu hans og fleiri merki sem þeir sem þekkja refi sjái glögglega. „Einu undanþágurnar sem lögin leyfa fyrir hald á villtum dýrum, þær eru fyrir dýragarða og söfn. Það er að sjálfsögðu með fengnu leyfi yfirvalda, þar sem er tryggt að þessi dýr séu haldin í umhverfi sem tekur tillit til þeirra náttúrulega eðlis og þarfa, en ekki sér til ávinnings og athygli.“ Ágúst sagði í viðtali í gær að MAST færi rangt með aldur Gústa Jr., og héldi því fram að hann væri yrðlingur. Hið rétta væri hins vegar að hann væri sex ára gamall. Þóra segir það ekki gera meint brot minna alvarlegt. Þá segir hún rangt að MAST hafi sagt að um yrðling væri að ræða. „Við höfum svo sem ekki haft tök á því að skoða dýrið þar sem að því hefur verið haldið leyndu og hvorki lögregla né Matvælastofnun hafa fengið að nálgast dýrið. Eins og þekkt er hefur Matvælastofnun engar heimildir til húsleitar og þess vegna var málið kært til lögreglu. Það er lögregla sem fer fram á húsleit og framkvæmir hana.“ Þóra segir að MAST sé ekki í sérstakri herferð gegn haldi villtra dýra um þessar mundir, heldur hafi stofnunin tekið á málum sem þessu frá því lög um velferð dýra tóku gildi í upphafi árs 2014. „Við höfum verið að kalla eftir ábendingum og það hefur verið farið í eftirfylgni ef villtum dýrum er haldið að ástæðulausu til skemmtunar eða ávinnings. Það hindrar ekki að það megi hjálpa villtum dýrum í neyð, en það er allt annar hlutur. Húsdýragarðurinn það besta í stöðunni Þóra segir nokkuð ljóst að ekki sé hægt að sleppa dýri sem tekið hefur verið sem ungviði úr náttúrunni. Það sé hreinlega ekki í stakk búið til þess að bjarga sér og ræðir þar sérstaklega um mál Gústa Jr. „Eina sem væri hægt að gera til að bæta stöðuna og það brot sem hefur átt sér stað á velferð þessa dýrs er að reyna að koma því í sem náttúrulegastar aðstæður og uppfylla þarfir þess þar, til dæmis í Húsdýragarðinum þar sem augljóslega eru betri aðstæður en að draga þetta dýr á eftir sér í keðju um bæinn eða að hafa það þar á milli í öðru haldi sem ekki uppfyllir þarfir þess,“ segir Þóra. Hún segir að málið sé nú í höndum lögreglunnar, enda hafi MAST kært það þangað.
Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00