Nýju fötin keisarans Maarit Kaipainen skrifar 26. október 2021 15:31 Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands hefur rannsakað neyslutengda losun gróðurhúsalofttegunda Íslendinga. Rannsóknin frá 2017 bendir á að neyslutengd losun Íslendinga sé áþekk þeirri sem þekkist í Evrópusambandsríkjunum. Neysla okkar losar jafn mikið af koltvíoxíði þrátt fyrir nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, þegar ekki er einungis horft til útblásturs sem á sér stað innanlands heldur einnig utan okkar landsteina við framleiðslu og flutning. Ef útblástur sem er tengdur fjárfestingum, uppbyggingu og losun á vegum hins opinbera er talin með er losunin á Íslandi samkvæmt rannsókninni um 22,5 tonn koldíoksídsígilda á höfðatölu, eða ein sú mesta í heiminum. 10% af allri losun CO2 er á ábyrgð fataiðnaðarins Textíliðnaður er ágæt birtingarmynd af ofneyslu, sem við þurfum að venja okkur af. Textiliðnaður svarar fyrir 10% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Til að setja það í samhengi, er það meira en alþjóða flug, sjó- og landflutningar samanlagt. Við framleiðum svo mikið af fötum til dæmis að 30% er fargað ónotuðu. Einnig er 20% af öllu frárennslisvatni heimsins á ábyrgð textíliðnaðar. Einn stuttermabolur úr bómull þarf 2500 lítra af vatni til framleiðslu. Gríðarlegt magn af fersku, hreinu vatni er notað í að baða flíkur í litarefnum, vatnið er svo hreinsað (eða ekki) og því veitt út í ár og sjó. Flíkur sem verða notaðar að meðaltali sjö sinnum og vatn sem hefði getað stutt líf til framtíðar. Íslendingar henda 20 kg af fatnaði ári hverju Íslendingar henda rúmlega 20 kg af fatnaði á mann ári hverju og stærsti hluti af íslenskum textílúrgangi er brenndur eða urðaður, minnihluti seldur aftur. Það er eins og yfirfull ferðataska eftir spánarferðina, ef þú hendir töskunni líka, sem þú gerir líklegast. Fataiðnaðurinn hefur ekki bara fjöldamörg neikvæð áhrif á umhverfið, fylgifiskar fataiðnaðarins eru líka samfélagsleg vandamál og mannréttindabrot. Jafnvel á Íslandi kom í ljós mansalstilvik fyrir nokkrum árum tengt saumastofu á Austurlandi þar sem fólk fékk ekki greitt né voru þau frjáls ferða sinna. Framleiðsluþáttur textíliðnaðar hefur mest megnis verið fluttur til Asíu vegna hagræðinga yfir síðustu 40-50 ár. Um heim allann er verkafólki í textíliðnaði borgað lítið sem ekkert og vinnuaðstæður og skyldur eru vægast sagt heilsuspillandi. Enn þann dag í dag starfa yfir 150 milljón börn í textíliðnaði til dæmis við ræktun bómullar og í verksmiðjum. Barnaþrælkun og mansal eru vanmetið vandamál í mörgum stærstu textílframleiðslulöndum til dæmis í Indlandi, Pakistan og Bangladesh. Úr línulegri í hringrásarhagkerfi En nýir vindar blása jafnvel í textíliðnaði. Það átta sig flest allir á að nú er ekki tíminn til að vera sein á sjálfbærnislestina. Helstu styrkleikar textíliðnaðar sem stuðla að þeim breytingum sem koma skulu liggja í upprunanum: listir, sköpun og sögur, hagnýtni, aðlögunarhæfni og virðing fyrir auðlindum, hefðbundin handavinna og tæknin sem úr þeirri kunnáttu er sprottin. Þessir styrkleikar geta sameinast í glæsilegu tækifæri fyrir endurfæðingu hefðbundinna, skapandi textíliðnað - renaissance de la mode. Technical Research center of Finland (VTT) gaf nýlega út metnaðarfullt vegakort fyrir uppbyggingu hugvits og tækni drifnar, hringrásar textíliðnaðar í Finnlandi. Markmiðið er að vera til fyrirmyndar og meðal leiðandi þjóða í fataiðnaði í norður Evrópu. Finnland hefur fjárfest töluvert í uppbyggingu hringrásarhagkerfis og styður það við fjárfestingar í tækni og hugviti. Hringrásarhagkerfi hefur verið innleitt í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla. Vegakortið gerir ráð fyrir yfir milljarði evra til fjárfestinga í hringrásar textíliðnaði í næstu árum og sköpun 17 þúsund nýrra starfa. Ný tækni, ný efni Nú er verið að vinna að því að opna fyrstu textílendurvinnslustöðina í Paimio í vestur Finnlandi, sem á að geta unnið textílúrgang í nýtt efni og hráefni fyrir annan textíliðnað. Eingöngu fimm slíkar endurvinnslustöðvar eru starfræktar í Evrópu í dag en telst finnska verksmiðjan ofarlega í samanburði hvað varðar tækni og möguleika í framtíðinni. Finnar urða 100 milljón kíló af textíl árlega (um 20 kg á mann eins og íslendingar). Allt það gæti verið endurunnið af einni verksmiðju í stað þess að brenna til orku eða urða. Hluti af hringrásarstefnu í textíliðnaði í Finnlandi er að nota afgang og tækni úr timburiðnaði til framleiðslu á nýju niðurbrjótanlegu efni. Efnið gæti komið til dæmis í stað bómullar sem er mjög orku og vatnsfrek í framleiðslu. Nokkur fyrirtæki stefna nú þegar að framleiðslu á stærri skala af textíl úr tré trefjum sem eru með töluvert lægri kolefnisspor og lægri framleiðslukostnað en bómull. Ein af þeim er Spinnova frá Jyväskylä, sem var nýlega skráð á hlutabréfamarkað og var metið 600 milljón evra virði í Júlí 2021. Ef textíliðnaður nær að loka efnislykkjunni, gæti lækkun í losun koldíoxíðs í Evrópu talist í milljónum koldíoxíðsígildis tonna samkvæmt Ali Harlin rannsóknarprófessor frá VTT. Aðildarlöndum Evrópusambandsins er skylt að skipuleggja textílendurvinnslu fyrir árið 2025, reglugerð sem er áætlað að hraða breytingunni úr línulegu kerfi yfir í hringrásarkerfi í öllu viðkomandi textíl. Rafræn bylting í tískuiðnaði Það eru ekki bara ráðamenn og aktívistar sem vilja sjá tískuiðnaðinn þróast í nýjar áttir. það er mikill vilji innan bransans. Fyrir nokkrum árum var Helsinki Fashion Weekfyrsta “tískuvika” í heiminum til að einbeita sér eingöngu að sjálfbærri og hringrásar tísku. Vikan var tileinkuð nýsköpun og þá sérstaklega þróun efna, endurvinnslu og ungra hönnuða með nýja sýn á fataiðnaðinn. Í ár var Helsinki Fashion Week aftur í forsvari og skipulagði fyrst allra tískuvikuna alfarið rafrænt með áherslu á neytendur og framtíðarsýn fataiðnaðarins. Árleg losun koltvíoxíðs tengd fjórum stærstu tískuvikum heims er um 245.000 CO2-eq tonn, sem samsvarar orku sem dugar til að lýsa upp Eiffelturninn í 3000 ár. Finnland hefur fengið mikið lof frá textíl og fatabransanum fyrir að stefna á aðgengilegan og sjálfbæran textíliðnaði sem er drifin af sköpunargleði, hugviti, kunnáttu og tækni sem allir eiga jafnan aðgang að - en ekki af hámarksgróða. Kenískur fatahönnuður Anyango Mpinga var ein af hönnuðum sem fengu að sýna nýju fatalínuna sína rafrænt í Helsinki. Rafræn útgáfa af henni, svo kölluð avatar, var notuð sem fyrirsæta til að miðla betur sögu hennar og bakgrunni. Anyango dreymir um að hanna rafræna fatalínu sem er hægt að máta í rafheimum og jafnvel nota í tölvuleikjum. Ef okkur líst vel á flíkina í tölvuheimi væri hægt að kaupa hana og fyrst þá færu fötin í framleiðslu og þá sem næst notanda í “deiliverksmiðjum”. Spök hönnun - minni sóun Sjálfbærni og notkun tækninýjunga er ekki ókunnugt íslenskum fatahönnuðum heldur. Björg Ingadóttir, eigandi og hönnuður bakvið Spaksmannsspjarir hefur verið talsmaður sjálfbærni í fataiðnaði löngu áður en það var í tísku. Síðustu fatalínur Bjargar hafa verið hannaðir í sýndarveruleika hönnunarforriti CLO3D, sem auðveldar ákvarðanatöku og minnkar sóun á öllum stigum ferlis frá hönnun og framleiðslu til sölu og markaðssetningar. Meistararitgerð Bjargar Sjálfbærni í fatahönnun með áherslu á stafræna hönnun og stafrænt handverkúr Listaháskóla Íslandsundirstrikar skýrt erfiða sérstöðu íslensks fataiðnaðar og finnur lausnir í tækni, lausnamiðaðri sköpunargleði og hugarfarsbreytingu. Notkun gervigreindar í sölu og framleiðsluferlum gæti gert sjálfbæra tísku miklu aðgengilegri öllum, óháð vaxtarlagi, menningarlegum bakgrunni eða stíl notenda og á sama tíma minnkað sóun og úrgang í fataiðnaði gríðarlega. Kannski eru nýju fötin keisarans í framtíðinni framleidd úr gömlu fötunum hans, sérstaklega fyrir hann. Höfundur er viðskiptafræðingur og meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Tíska og hönnun Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands hefur rannsakað neyslutengda losun gróðurhúsalofttegunda Íslendinga. Rannsóknin frá 2017 bendir á að neyslutengd losun Íslendinga sé áþekk þeirri sem þekkist í Evrópusambandsríkjunum. Neysla okkar losar jafn mikið af koltvíoxíði þrátt fyrir nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, þegar ekki er einungis horft til útblásturs sem á sér stað innanlands heldur einnig utan okkar landsteina við framleiðslu og flutning. Ef útblástur sem er tengdur fjárfestingum, uppbyggingu og losun á vegum hins opinbera er talin með er losunin á Íslandi samkvæmt rannsókninni um 22,5 tonn koldíoksídsígilda á höfðatölu, eða ein sú mesta í heiminum. 10% af allri losun CO2 er á ábyrgð fataiðnaðarins Textíliðnaður er ágæt birtingarmynd af ofneyslu, sem við þurfum að venja okkur af. Textiliðnaður svarar fyrir 10% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Til að setja það í samhengi, er það meira en alþjóða flug, sjó- og landflutningar samanlagt. Við framleiðum svo mikið af fötum til dæmis að 30% er fargað ónotuðu. Einnig er 20% af öllu frárennslisvatni heimsins á ábyrgð textíliðnaðar. Einn stuttermabolur úr bómull þarf 2500 lítra af vatni til framleiðslu. Gríðarlegt magn af fersku, hreinu vatni er notað í að baða flíkur í litarefnum, vatnið er svo hreinsað (eða ekki) og því veitt út í ár og sjó. Flíkur sem verða notaðar að meðaltali sjö sinnum og vatn sem hefði getað stutt líf til framtíðar. Íslendingar henda 20 kg af fatnaði ári hverju Íslendingar henda rúmlega 20 kg af fatnaði á mann ári hverju og stærsti hluti af íslenskum textílúrgangi er brenndur eða urðaður, minnihluti seldur aftur. Það er eins og yfirfull ferðataska eftir spánarferðina, ef þú hendir töskunni líka, sem þú gerir líklegast. Fataiðnaðurinn hefur ekki bara fjöldamörg neikvæð áhrif á umhverfið, fylgifiskar fataiðnaðarins eru líka samfélagsleg vandamál og mannréttindabrot. Jafnvel á Íslandi kom í ljós mansalstilvik fyrir nokkrum árum tengt saumastofu á Austurlandi þar sem fólk fékk ekki greitt né voru þau frjáls ferða sinna. Framleiðsluþáttur textíliðnaðar hefur mest megnis verið fluttur til Asíu vegna hagræðinga yfir síðustu 40-50 ár. Um heim allann er verkafólki í textíliðnaði borgað lítið sem ekkert og vinnuaðstæður og skyldur eru vægast sagt heilsuspillandi. Enn þann dag í dag starfa yfir 150 milljón börn í textíliðnaði til dæmis við ræktun bómullar og í verksmiðjum. Barnaþrælkun og mansal eru vanmetið vandamál í mörgum stærstu textílframleiðslulöndum til dæmis í Indlandi, Pakistan og Bangladesh. Úr línulegri í hringrásarhagkerfi En nýir vindar blása jafnvel í textíliðnaði. Það átta sig flest allir á að nú er ekki tíminn til að vera sein á sjálfbærnislestina. Helstu styrkleikar textíliðnaðar sem stuðla að þeim breytingum sem koma skulu liggja í upprunanum: listir, sköpun og sögur, hagnýtni, aðlögunarhæfni og virðing fyrir auðlindum, hefðbundin handavinna og tæknin sem úr þeirri kunnáttu er sprottin. Þessir styrkleikar geta sameinast í glæsilegu tækifæri fyrir endurfæðingu hefðbundinna, skapandi textíliðnað - renaissance de la mode. Technical Research center of Finland (VTT) gaf nýlega út metnaðarfullt vegakort fyrir uppbyggingu hugvits og tækni drifnar, hringrásar textíliðnaðar í Finnlandi. Markmiðið er að vera til fyrirmyndar og meðal leiðandi þjóða í fataiðnaði í norður Evrópu. Finnland hefur fjárfest töluvert í uppbyggingu hringrásarhagkerfis og styður það við fjárfestingar í tækni og hugviti. Hringrásarhagkerfi hefur verið innleitt í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla. Vegakortið gerir ráð fyrir yfir milljarði evra til fjárfestinga í hringrásar textíliðnaði í næstu árum og sköpun 17 þúsund nýrra starfa. Ný tækni, ný efni Nú er verið að vinna að því að opna fyrstu textílendurvinnslustöðina í Paimio í vestur Finnlandi, sem á að geta unnið textílúrgang í nýtt efni og hráefni fyrir annan textíliðnað. Eingöngu fimm slíkar endurvinnslustöðvar eru starfræktar í Evrópu í dag en telst finnska verksmiðjan ofarlega í samanburði hvað varðar tækni og möguleika í framtíðinni. Finnar urða 100 milljón kíló af textíl árlega (um 20 kg á mann eins og íslendingar). Allt það gæti verið endurunnið af einni verksmiðju í stað þess að brenna til orku eða urða. Hluti af hringrásarstefnu í textíliðnaði í Finnlandi er að nota afgang og tækni úr timburiðnaði til framleiðslu á nýju niðurbrjótanlegu efni. Efnið gæti komið til dæmis í stað bómullar sem er mjög orku og vatnsfrek í framleiðslu. Nokkur fyrirtæki stefna nú þegar að framleiðslu á stærri skala af textíl úr tré trefjum sem eru með töluvert lægri kolefnisspor og lægri framleiðslukostnað en bómull. Ein af þeim er Spinnova frá Jyväskylä, sem var nýlega skráð á hlutabréfamarkað og var metið 600 milljón evra virði í Júlí 2021. Ef textíliðnaður nær að loka efnislykkjunni, gæti lækkun í losun koldíoxíðs í Evrópu talist í milljónum koldíoxíðsígildis tonna samkvæmt Ali Harlin rannsóknarprófessor frá VTT. Aðildarlöndum Evrópusambandsins er skylt að skipuleggja textílendurvinnslu fyrir árið 2025, reglugerð sem er áætlað að hraða breytingunni úr línulegu kerfi yfir í hringrásarkerfi í öllu viðkomandi textíl. Rafræn bylting í tískuiðnaði Það eru ekki bara ráðamenn og aktívistar sem vilja sjá tískuiðnaðinn þróast í nýjar áttir. það er mikill vilji innan bransans. Fyrir nokkrum árum var Helsinki Fashion Weekfyrsta “tískuvika” í heiminum til að einbeita sér eingöngu að sjálfbærri og hringrásar tísku. Vikan var tileinkuð nýsköpun og þá sérstaklega þróun efna, endurvinnslu og ungra hönnuða með nýja sýn á fataiðnaðinn. Í ár var Helsinki Fashion Week aftur í forsvari og skipulagði fyrst allra tískuvikuna alfarið rafrænt með áherslu á neytendur og framtíðarsýn fataiðnaðarins. Árleg losun koltvíoxíðs tengd fjórum stærstu tískuvikum heims er um 245.000 CO2-eq tonn, sem samsvarar orku sem dugar til að lýsa upp Eiffelturninn í 3000 ár. Finnland hefur fengið mikið lof frá textíl og fatabransanum fyrir að stefna á aðgengilegan og sjálfbæran textíliðnaði sem er drifin af sköpunargleði, hugviti, kunnáttu og tækni sem allir eiga jafnan aðgang að - en ekki af hámarksgróða. Kenískur fatahönnuður Anyango Mpinga var ein af hönnuðum sem fengu að sýna nýju fatalínuna sína rafrænt í Helsinki. Rafræn útgáfa af henni, svo kölluð avatar, var notuð sem fyrirsæta til að miðla betur sögu hennar og bakgrunni. Anyango dreymir um að hanna rafræna fatalínu sem er hægt að máta í rafheimum og jafnvel nota í tölvuleikjum. Ef okkur líst vel á flíkina í tölvuheimi væri hægt að kaupa hana og fyrst þá færu fötin í framleiðslu og þá sem næst notanda í “deiliverksmiðjum”. Spök hönnun - minni sóun Sjálfbærni og notkun tækninýjunga er ekki ókunnugt íslenskum fatahönnuðum heldur. Björg Ingadóttir, eigandi og hönnuður bakvið Spaksmannsspjarir hefur verið talsmaður sjálfbærni í fataiðnaði löngu áður en það var í tísku. Síðustu fatalínur Bjargar hafa verið hannaðir í sýndarveruleika hönnunarforriti CLO3D, sem auðveldar ákvarðanatöku og minnkar sóun á öllum stigum ferlis frá hönnun og framleiðslu til sölu og markaðssetningar. Meistararitgerð Bjargar Sjálfbærni í fatahönnun með áherslu á stafræna hönnun og stafrænt handverkúr Listaháskóla Íslandsundirstrikar skýrt erfiða sérstöðu íslensks fataiðnaðar og finnur lausnir í tækni, lausnamiðaðri sköpunargleði og hugarfarsbreytingu. Notkun gervigreindar í sölu og framleiðsluferlum gæti gert sjálfbæra tísku miklu aðgengilegri öllum, óháð vaxtarlagi, menningarlegum bakgrunni eða stíl notenda og á sama tíma minnkað sóun og úrgang í fataiðnaði gríðarlega. Kannski eru nýju fötin keisarans í framtíðinni framleidd úr gömlu fötunum hans, sérstaklega fyrir hann. Höfundur er viðskiptafræðingur og meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun