Fyrsta konan til að gegna embætti þingforseta Þýskalands í 23 ár Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 14:01 Bärbel Bas tekur við embætti þingforseta af Wolfgang Schäuble. EPA Þýska þingið samþykkti í dag að Jafnaðarmaðurinn Bärbel Bas taki við embætti þingforseta. Hin 53 ára Bas tekur við embættinu af kristilega demókratanum og fjármálaráðherranum fyrrverandi, hinum 79 ára Wolfgang Schäuble. Bas hefur síðustu ár gegnt stöðu varaformanns þingflokks Jafnaðarmanna, en hún tók sjálf fyrst sæti á þingi árið 2009. Hún er þingmaður Duisburg. Embætti þingforseta er talið næstæðsta pólitíska embættið í stjórnskipan landsins, á eftir forseta landsins en er talið æðra embætti kanslara. Schäuble hafði gegnt embætti þingforseta frá árinu 2017. Eftir þingkosningarnar sem fram fóru 26. september síðastliðinn, þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn varð stærstur á þingi, var ljóst að líkur væru á að þrjú æðstu pólitísku embættin í landinu yrðu skipuð karlmönnum og var því þrýst á það úr ýmsum áttum að kona tæki við embætti þingforseta. Frank-Walter Steinmeier er forseti Þýskalands og bendir flest til að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz taki við embætti kanslara af Angelu Merkel, en Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar eiga nú í viðræðum um myndun stjórnar. Bas verður þriðja konan til að gegna embætti þingforseta í Þýskalandi. Annemarie Renger gegndi embætti þingforseta Vestur-Þýskalands á árunum 1972 til 1976 og Rita Süssmuth á árunum 1988 til 1998. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Bas hefur síðustu ár gegnt stöðu varaformanns þingflokks Jafnaðarmanna, en hún tók sjálf fyrst sæti á þingi árið 2009. Hún er þingmaður Duisburg. Embætti þingforseta er talið næstæðsta pólitíska embættið í stjórnskipan landsins, á eftir forseta landsins en er talið æðra embætti kanslara. Schäuble hafði gegnt embætti þingforseta frá árinu 2017. Eftir þingkosningarnar sem fram fóru 26. september síðastliðinn, þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn varð stærstur á þingi, var ljóst að líkur væru á að þrjú æðstu pólitísku embættin í landinu yrðu skipuð karlmönnum og var því þrýst á það úr ýmsum áttum að kona tæki við embætti þingforseta. Frank-Walter Steinmeier er forseti Þýskalands og bendir flest til að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz taki við embætti kanslara af Angelu Merkel, en Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar eiga nú í viðræðum um myndun stjórnar. Bas verður þriðja konan til að gegna embætti þingforseta í Þýskalandi. Annemarie Renger gegndi embætti þingforseta Vestur-Þýskalands á árunum 1972 til 1976 og Rita Süssmuth á árunum 1988 til 1998.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01