Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:45 Lögreglan í Santa Fe í Nýju-Mexíkó er með málið til rannsóknar. AP/Jae C. Hong Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00