Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 13:02 Baldur fann hrossin dauð úti í haga fyrir rúmri viku en frétti ekki af gæsaskyttunni fyrr en um helgina. Vísir Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, gekk fram á tvö hrossa sinna í síðustu viku þar sem þau lágu dauð í túninu. Baldur segir það hafa verið ljóst frá byrjun að hrossin hafi ekki dottið niður dauð af sjálfsdáðum en sýnilega hafði blóð runnið úr nösum beggja hrossa og þá mátti sjá blóð á brjóstkassa annars þeirra. Bæði eru hrossin ung þar að auki: folald og þriggja vetra stóðhestur. „Á skepnu sem dettur niður dauð þá blæðir hvorki úr brjóstinu né nösunum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. Skammaði skyttuna fyrir að skjóta með riffli Í nágrenni við staðinn sem hrossin voru á er gæsaveiðiland, þar sem skytta var stödd sama dag og hrossin dóu. Baldur segir ljóst að þau hafi orðið fyrir skoti en nágranni hans hitti fyrir skyttuna, sem var vopnuð riffli, en iðulega er haglabyssa notuð við gæsaveiðar af stuttu færi en riffill þegar skotið er af löngu færi. Nágranninn átti í orðaskiptum við skyttuna vegna þessa og tók niður bílnúmer hennar, þar sem maðurinn var vopnaður röngu skotvopni til gæsaveiða. „Í gær hitti ég nágranna minn sem hafði séð þessa viðkomandi gæsaskyttu og séð hann með riffil. Hann, án þess að ég hafi vitað það, tók mynd af bílnum og skammaði skyttuna fyrir að vera að skjóta gæsir með riffli,“ segir Baldur. „Of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall“ Það var ekki fyrr en nágranninn lét hann vita af þessu sem tannhjólin fóru að snúast og Baldur hafði ástæðu til að telja að eitthvað misjafnt hafi valdið dauða hrossanna. Baldur skoðaði hræin þá aftur og fékk svo til sín dýralækni í morgun sem mat það svo að hrossin hafi dáið á svipuðum tíma. „Hann sér bara þau merki að þau detta niður dauð. Af því að skrokkarnir eru búnir að liggja þarna í átta daga eða eitthvað svoleiðis sér hann ekkert meira. En á skepnu sem dettur niður dauð blæðir hvorki úr brjósti né nösum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. „Ég á töluvert af hrossum, ég finn aldrei hross úti í haga sem detta niður dauð. Það hefur bara aldrei gerst hjá mér. En tvö, á sama tíma og það er gæsaskytta með stóran riffil og það blæðir úr nösunum á þeim og greinilega úr brjóstinu á þriggja vetra folanum. Það er of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall eða eitthvað slíkt. Enda blæðir ekki úr brjóstinu á hrossi sem fær hjartaáfall.“ Mun tilkynna málið til lögreglu Baldur hyggst tilkynna málið til lögreglu, enda hafi mikið tjón hlotist af. „Ég fer á eftir og tilkynni þetta til lögreglunnar,“ segir Baldur. „Lögreglan hlýtur að þurfa að taka þessu alvarlega vegna þess að ef það eru að detta niður hross, fjögur eða fimm hundruð metra frá gæsaskyttu er bara spurning hvenær dettur niður maður, ef þeir eru að skjóta bara eitthvert út í loftið.“ Hann telji ljóst að skyttan kunni ekkert með skotvopn að fara og grípa þurfi inn í sem fyrst. „Þetta er náttúrulega bara háalvarlegur hlutur þegar eru gæsaskyttur, sennilega að stelast inn á eitthvað land með stóra riffla, að skjóta eitthvað upp í loftið. Þegar það eru einhverjir menn sem kunna ekki með skotvopn að fara þá þarf greinilega að gera eitthvað í því áður en verður slys á mönnum,“ segir Baldur. „Þegar menn eru með riffil að skjóta upp í loftið, skjóta gæsir á flugi með stórum rifflum, fer kúlan allt að tíu kílómetra. Það verður að hafa hendur í hári þessara manna.“ Dýr Lögreglumál Rangárþing eystra Skotveiði Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, gekk fram á tvö hrossa sinna í síðustu viku þar sem þau lágu dauð í túninu. Baldur segir það hafa verið ljóst frá byrjun að hrossin hafi ekki dottið niður dauð af sjálfsdáðum en sýnilega hafði blóð runnið úr nösum beggja hrossa og þá mátti sjá blóð á brjóstkassa annars þeirra. Bæði eru hrossin ung þar að auki: folald og þriggja vetra stóðhestur. „Á skepnu sem dettur niður dauð þá blæðir hvorki úr brjóstinu né nösunum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. Skammaði skyttuna fyrir að skjóta með riffli Í nágrenni við staðinn sem hrossin voru á er gæsaveiðiland, þar sem skytta var stödd sama dag og hrossin dóu. Baldur segir ljóst að þau hafi orðið fyrir skoti en nágranni hans hitti fyrir skyttuna, sem var vopnuð riffli, en iðulega er haglabyssa notuð við gæsaveiðar af stuttu færi en riffill þegar skotið er af löngu færi. Nágranninn átti í orðaskiptum við skyttuna vegna þessa og tók niður bílnúmer hennar, þar sem maðurinn var vopnaður röngu skotvopni til gæsaveiða. „Í gær hitti ég nágranna minn sem hafði séð þessa viðkomandi gæsaskyttu og séð hann með riffil. Hann, án þess að ég hafi vitað það, tók mynd af bílnum og skammaði skyttuna fyrir að vera að skjóta gæsir með riffli,“ segir Baldur. „Of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall“ Það var ekki fyrr en nágranninn lét hann vita af þessu sem tannhjólin fóru að snúast og Baldur hafði ástæðu til að telja að eitthvað misjafnt hafi valdið dauða hrossanna. Baldur skoðaði hræin þá aftur og fékk svo til sín dýralækni í morgun sem mat það svo að hrossin hafi dáið á svipuðum tíma. „Hann sér bara þau merki að þau detta niður dauð. Af því að skrokkarnir eru búnir að liggja þarna í átta daga eða eitthvað svoleiðis sér hann ekkert meira. En á skepnu sem dettur niður dauð blæðir hvorki úr brjósti né nösum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. „Ég á töluvert af hrossum, ég finn aldrei hross úti í haga sem detta niður dauð. Það hefur bara aldrei gerst hjá mér. En tvö, á sama tíma og það er gæsaskytta með stóran riffil og það blæðir úr nösunum á þeim og greinilega úr brjóstinu á þriggja vetra folanum. Það er of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall eða eitthvað slíkt. Enda blæðir ekki úr brjóstinu á hrossi sem fær hjartaáfall.“ Mun tilkynna málið til lögreglu Baldur hyggst tilkynna málið til lögreglu, enda hafi mikið tjón hlotist af. „Ég fer á eftir og tilkynni þetta til lögreglunnar,“ segir Baldur. „Lögreglan hlýtur að þurfa að taka þessu alvarlega vegna þess að ef það eru að detta niður hross, fjögur eða fimm hundruð metra frá gæsaskyttu er bara spurning hvenær dettur niður maður, ef þeir eru að skjóta bara eitthvert út í loftið.“ Hann telji ljóst að skyttan kunni ekkert með skotvopn að fara og grípa þurfi inn í sem fyrst. „Þetta er náttúrulega bara háalvarlegur hlutur þegar eru gæsaskyttur, sennilega að stelast inn á eitthvað land með stóra riffla, að skjóta eitthvað upp í loftið. Þegar það eru einhverjir menn sem kunna ekki með skotvopn að fara þá þarf greinilega að gera eitthvað í því áður en verður slys á mönnum,“ segir Baldur. „Þegar menn eru með riffil að skjóta upp í loftið, skjóta gæsir á flugi með stórum rifflum, fer kúlan allt að tíu kílómetra. Það verður að hafa hendur í hári þessara manna.“
Dýr Lögreglumál Rangárþing eystra Skotveiði Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira