Öll í faginu taka slysaskotið til sín Kristín Ólafsdóttir og skrifa 22. október 2021 21:01 Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir. Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir.
Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27