Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 09:32 Landsbankinn birti nýja þjóðhags- og verðbólguspá í dag. Vísir/Vilhelm Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30