Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 09:32 Landsbankinn birti nýja þjóðhags- og verðbólguspá í dag. Vísir/Vilhelm Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30