Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 09:32 Landsbankinn birti nýja þjóðhags- og verðbólguspá í dag. Vísir/Vilhelm Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30