Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 10:50 Hæstiréttur Íslands ákvað að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu í byrjun síðasta mánaðar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Maðurinn afplánar nú dóm í fangelsinu á Hólmsheiði sem hann átti útistandandi en hann var handtekinn aðfaranótt fimmtudagsins 2. september grunaður um að hafa nauðgað konu í Vestmannaeyjum. Tilkynning barst til lögreglunnar í Eyjum um kynferðisbrot í heimahúsi. Konan sem brotið var á var flutt með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og sönnunargögnum var safnað. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og má búast við því að það muni taka nokkurn tíma en rannsóknarvinna vegna lífsýna getur tekið nokkra mánuði. Maðurinn var fluttur daginn eftir handtökuna í fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann afplánar nú tveggja mánaða dóm sem hann átti eftir útistandandi. Það er ekki eini dómurinn sem maðurinn hefur á bakinu, en hann var dæmdur í fyrra fyrir líkamsárásir og hótanir gegn fyrrverandi kærustum sínum. Hótaði að drepa fyrrverandi kærustu sína og fjölskyldu hennar Málið vakti mikla athygli vorið 2020 þegar brotaþoli í málinu, fyrrverandi kærasta mannsins, steig fram og lýsti grófu ofbeldi sem hún varð fyrir af hans hendi í eftirminnilegu Kastljósviðtali. Hún lýsti þar ítrekuðum líkamsárásum og ofbeldi, hótunum í garð hennar og fjölskyldu hennar. Maðurinn var handtekinn í október 2019 fyrir líkamsárás gegn henni eftir að komið var að honum á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem hann sat á stúlkunni, barði og sparkaði í hana. Höggin beindust sérstaklega að höfði hennar og búki, ásamt því sem hann reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar. Stúlkan, sem þá var sautján ára gömul, var stórslösuð eftir útreiðina og hafði árásin meðal annars þær afleiðingar að hún hlaut augnartóftarbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og ýmsa aðra yfirborðsáverka. Þetta var hvorki fyrsta né síðasta skiptið sem maðurinn veittist að henni. Dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraði Maðurinn var ákærður af lögreglustjóranum í Reykjavík í janúar 2020 fyrir líkamsárásina og þrjú brot til viðbótar: Að hafa barið fyrrverandi kærustu sína þar sem hún sat í bíl með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka í andliti, að hafa veist að annarri fyrrverandi kærustu sinni og barsmóður, og að hafa hótað barsmóður sinni ofbeldi og nauðgun. Maðurinn var þann 12. mars 2020 sakfelldur fyrir þrjá ákæruliðanna í Héraðsdómi Reykjavíkur: fyrir líkamsárásirnar tvær gegn stúlkunni og hótanir gegn barsmóður sinni. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en til frádráttar kom gæsluvarðhald sem hann sætti frá 19. október 2019 þar til dómurinn féll, að frádregnum fimm dögum í október, þar sem hann gekk laus. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 1,7 milljónir króna í miskabætur og barsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur. Við ákvörðun refsingarinnar var tekið mið af ungum aldri mannsins, en hann er fæddur árið 1999 og var þegar brotin voru framin 20 ára gamall. Þá var einnig tekið mið af því að hann játaði að hafa veist að stúlkunni á Miðbakka í Reykjavík og að hann og stúlkan hafi rifist áður en hann barði hana þar sem hún sat i bílnum. Deilur um hvort ofbeldið teldist brot í nánu sambandi Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar 31. mars sama ár. Deilt var um hvort ofbeldið sem maðurinn beitti stúlkurnar tvær hafi varðað 218 gr. b almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Lagagreinin er eftirfarandi: 218. gr. b. Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Fram kemur í svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, sem skaut málinu til Hæstaréttar, við fyrirspurn fréttastofu um málið að Ákæruvaldið hafi talið nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir Hæstarétti hvort samband sakbornings og brotaþolanna hefði verið þess eðlis að fella ætti brot hans undir ákvæðið og refsing hans þar með átt að verða þyngri. Niðurstaða allra þriggja dómsstiga, Héraðsdóms, Landsréttar og Hæstaréttar, var sú að brotin féllu ekki undir ákvæðið. Samband þeirra hafi ekki verið þess eðlis, þrátt fyrir að maðurinn hafi átt í langtíma ástarsambandi með báðum stúlkum, sem voru báðar undir átján ára aldri þegar þær voru í sambandi með manninum. Í dómi héraðsdóms í málinu segir að ekki hafi verið um formlega skráða sambúð að ræða. Þó hafi „ekki annað [verið] ráðið en að sambönd þeirra hafi verið náin meðan þau vörðu.“ Í niðurstöðukafla dóms héraðsdóms segir: „Í ljósi framangreinds er það mat dómsins að ósannað [sé] að samband ákærða við brotaþola hafi uppfyllt 1. mgr. 218.gr. b.“ Það var megindeiluefnið, hvort brotin falli undir lög um brot í nánu sambandi eða ekki. Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að hann muni ekki taka málið fyrir og stendur því dómur Landsréttar, sem féll 11. júní 2021 þar sem dómur héraðsdóms var staðfestur, utan þess að fangelsisrefsing mannsins var þyngd úr tólf mánuðum í átján. Maðurinn til rannsóknar í fjölda mála Maðurinn afplánar nú tveggja mánaða dóm sem hann átti útistandandi og mun afplánun átján mánaða dómsins, fyrir líkamsárásirnar og hótanirnar, líklega bætast þar aftanvið. Maðurinn á þó útistandandi nokkur mál, sem eftir á að taka fyrir af dómstólum. Fyrir það fyrsta er maðurinn til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna gruns um líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn konu á þrítugsaldri í heimahúsi. Eins og áður segir mun rannsókn málsins taka nokkurn tíma og því óljóst hvenær eða hvort málið fari á borð héraðssaksóknara og þá í ákæruferli. Þá hefur fyrrverandi kærasta hans kært manninn fyrir nokkur ofbeldisbrot til viðbótar sem eru til rannsóknar hjá lögreglu. Hvorki stúlkan né móðir hennar treystu sér til að ræða málið við fréttastofu að svo stöddu. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Maðurinn afplánar nú dóm í fangelsinu á Hólmsheiði sem hann átti útistandandi en hann var handtekinn aðfaranótt fimmtudagsins 2. september grunaður um að hafa nauðgað konu í Vestmannaeyjum. Tilkynning barst til lögreglunnar í Eyjum um kynferðisbrot í heimahúsi. Konan sem brotið var á var flutt með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og sönnunargögnum var safnað. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og má búast við því að það muni taka nokkurn tíma en rannsóknarvinna vegna lífsýna getur tekið nokkra mánuði. Maðurinn var fluttur daginn eftir handtökuna í fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann afplánar nú tveggja mánaða dóm sem hann átti eftir útistandandi. Það er ekki eini dómurinn sem maðurinn hefur á bakinu, en hann var dæmdur í fyrra fyrir líkamsárásir og hótanir gegn fyrrverandi kærustum sínum. Hótaði að drepa fyrrverandi kærustu sína og fjölskyldu hennar Málið vakti mikla athygli vorið 2020 þegar brotaþoli í málinu, fyrrverandi kærasta mannsins, steig fram og lýsti grófu ofbeldi sem hún varð fyrir af hans hendi í eftirminnilegu Kastljósviðtali. Hún lýsti þar ítrekuðum líkamsárásum og ofbeldi, hótunum í garð hennar og fjölskyldu hennar. Maðurinn var handtekinn í október 2019 fyrir líkamsárás gegn henni eftir að komið var að honum á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem hann sat á stúlkunni, barði og sparkaði í hana. Höggin beindust sérstaklega að höfði hennar og búki, ásamt því sem hann reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar. Stúlkan, sem þá var sautján ára gömul, var stórslösuð eftir útreiðina og hafði árásin meðal annars þær afleiðingar að hún hlaut augnartóftarbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og ýmsa aðra yfirborðsáverka. Þetta var hvorki fyrsta né síðasta skiptið sem maðurinn veittist að henni. Dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraði Maðurinn var ákærður af lögreglustjóranum í Reykjavík í janúar 2020 fyrir líkamsárásina og þrjú brot til viðbótar: Að hafa barið fyrrverandi kærustu sína þar sem hún sat í bíl með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka í andliti, að hafa veist að annarri fyrrverandi kærustu sinni og barsmóður, og að hafa hótað barsmóður sinni ofbeldi og nauðgun. Maðurinn var þann 12. mars 2020 sakfelldur fyrir þrjá ákæruliðanna í Héraðsdómi Reykjavíkur: fyrir líkamsárásirnar tvær gegn stúlkunni og hótanir gegn barsmóður sinni. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en til frádráttar kom gæsluvarðhald sem hann sætti frá 19. október 2019 þar til dómurinn féll, að frádregnum fimm dögum í október, þar sem hann gekk laus. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 1,7 milljónir króna í miskabætur og barsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur. Við ákvörðun refsingarinnar var tekið mið af ungum aldri mannsins, en hann er fæddur árið 1999 og var þegar brotin voru framin 20 ára gamall. Þá var einnig tekið mið af því að hann játaði að hafa veist að stúlkunni á Miðbakka í Reykjavík og að hann og stúlkan hafi rifist áður en hann barði hana þar sem hún sat i bílnum. Deilur um hvort ofbeldið teldist brot í nánu sambandi Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar 31. mars sama ár. Deilt var um hvort ofbeldið sem maðurinn beitti stúlkurnar tvær hafi varðað 218 gr. b almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Lagagreinin er eftirfarandi: 218. gr. b. Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Fram kemur í svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, sem skaut málinu til Hæstaréttar, við fyrirspurn fréttastofu um málið að Ákæruvaldið hafi talið nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir Hæstarétti hvort samband sakbornings og brotaþolanna hefði verið þess eðlis að fella ætti brot hans undir ákvæðið og refsing hans þar með átt að verða þyngri. Niðurstaða allra þriggja dómsstiga, Héraðsdóms, Landsréttar og Hæstaréttar, var sú að brotin féllu ekki undir ákvæðið. Samband þeirra hafi ekki verið þess eðlis, þrátt fyrir að maðurinn hafi átt í langtíma ástarsambandi með báðum stúlkum, sem voru báðar undir átján ára aldri þegar þær voru í sambandi með manninum. Í dómi héraðsdóms í málinu segir að ekki hafi verið um formlega skráða sambúð að ræða. Þó hafi „ekki annað [verið] ráðið en að sambönd þeirra hafi verið náin meðan þau vörðu.“ Í niðurstöðukafla dóms héraðsdóms segir: „Í ljósi framangreinds er það mat dómsins að ósannað [sé] að samband ákærða við brotaþola hafi uppfyllt 1. mgr. 218.gr. b.“ Það var megindeiluefnið, hvort brotin falli undir lög um brot í nánu sambandi eða ekki. Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að hann muni ekki taka málið fyrir og stendur því dómur Landsréttar, sem féll 11. júní 2021 þar sem dómur héraðsdóms var staðfestur, utan þess að fangelsisrefsing mannsins var þyngd úr tólf mánuðum í átján. Maðurinn til rannsóknar í fjölda mála Maðurinn afplánar nú tveggja mánaða dóm sem hann átti útistandandi og mun afplánun átján mánaða dómsins, fyrir líkamsárásirnar og hótanirnar, líklega bætast þar aftanvið. Maðurinn á þó útistandandi nokkur mál, sem eftir á að taka fyrir af dómstólum. Fyrir það fyrsta er maðurinn til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna gruns um líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn konu á þrítugsaldri í heimahúsi. Eins og áður segir mun rannsókn málsins taka nokkurn tíma og því óljóst hvenær eða hvort málið fari á borð héraðssaksóknara og þá í ákæruferli. Þá hefur fyrrverandi kærasta hans kært manninn fyrir nokkur ofbeldisbrot til viðbótar sem eru til rannsóknar hjá lögreglu. Hvorki stúlkan né móðir hennar treystu sér til að ræða málið við fréttastofu að svo stöddu.
218. gr. b. Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira