Þörf á „nýju Breiðholti“ til að leysa vandann Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 11:34 Hér má sjá loftmynd af Breiðholts-hverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir að húsnæðismálin verði þungamiðja komandi kjarabaráttu. Neyðarástand blasi við ef húsnæðisþörfinni verður ekki mætt, sem nemi nýju Breiðholti að hans mati. Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“ Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“
Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira