„Eðlilegt að gefa rautt spjald þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 19:04 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. fréttablaðið/afp Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, var eðlilega ánægður með sigur liðsins gegn KA. Liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils. „Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“ Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42