Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 15:13 Giuffre er sögð hafa rætt við bresku lögregluna um Andrés Bretaprins og meint kynferðisofbeldi sem hann hafi beitt hana. EPA-EFE/ALBA VIGARAY Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni. Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni.
Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59
Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37
Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01