Ertu til? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. október 2021 09:00 Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun