Ertu til? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. október 2021 09:00 Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun